fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Bleikt

Jennifer Lopez uppljóstrar sturlaðri staðreynd: „Ég hef aldrei keyrt bíl, punktur!“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 10:30

Jennifer Lopez. Mynd: Skjáskot/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jennifer Lopez hefur aldrei keyrt bíl. Hún uppljóstrar þessari staðreynd í myndbandi sínu á YouTube, Day in my life: My Birthday! eða Dagur í lífi mínu: Afmælið mitt! 

Í myndbandinu kemur A-Rod, unnusti Jennifer, henni á óvart með eldrauðum sportbíl. J-Lo hrópar upp yfir sig og spyr hvað þetta sé eiginlega.

„Ég hef aldrei átt svona bíl. Ég hef aldrei keyrt bíl, punktur!“ Segir hún.

Hún og A-Rod setjast svo saman í bílinn og hún bakkar út úr stæðinu, mjög rólega, og keyrir smá hring á nýja bílnum. Jennifer eyðir síðan restinni af deginum að halda upp á afmælið sitt með fjölskyldunni. Börn hennar og vinir halda sýningu fyrir hana, það er sungið, rappað og dansað.

Horfðu á dag í lífi J-Lo hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Hún hefur farið í 20 fegrunaraðgerðir til að vera eins og Kim Kardashian: „Ég var með varir eins og fiskur“

Hún hefur farið í 20 fegrunaraðgerðir til að vera eins og Kim Kardashian: „Ég var með varir eins og fiskur“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Instagram-par harðlega gagnrýnt fyrir að birta þessa mynd: „Þið þurfið að tala við sálfræðing“

Instagram-par harðlega gagnrýnt fyrir að birta þessa mynd: „Þið þurfið að tala við sálfræðing“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.