Þriðjudagur 21.janúar 2020
Bleikt

Hvetjandi myndband sem allir ættu að sjá: 14 ára strákur án handleggja lætur ekkert stoppa sig

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 25. júlí 2019 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allt fólkið sem sagði þér að þú gætir ekki eitthvað, sjáðu hérna, hoppaðu á fólkið núna,“ segir þjálfari við fjórtán ára dreng í myndbandi sem er að gera allt vitlaust á internetinu.

Drengurinn heitir Tim og er fjórtán ára. Hann fæddist án handleggja en lætur ekkert stoppa sig. Samkvæmt TMZ hefur hann verið að æfa alls konar íþróttir, eins og blak, í nokkur ár. En fyrir ári síðan byrjaði hann að sýna styrktarþjálfun áhuga. Hann æfir hjá NubAbility Camp, sem eru æfingabúðir fyrir ungt fólk sem fæddist án útlima eða hefur misst útlimi.

Í myndbandi sem er að ganga eins og eldur í sinu um netheima, má sjá Tim reyna að hoppa upp á kassann og á endanum takast það. Þjálfararnir og Tim fagna þegar honum tekst athæfið, en hann hélt fyrst að hann gæti þetta ekki.

Einn þjálfari segir við hann: „Allt fólkið sem sagði þér að þú gætir ekki eitthvað, sjáðu hérna, hoppaðu á fólkið núna.“

Þetta myndband er eitthvað sem allir verða að sjá. Það er hvetjandi og fallegt í senn. Sýnir okkur að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Myndbandið hefur fengið yfir 4,3 milljón áhorf. Horfðu á það hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lögreglan stöðvaði bíl eftir hjálparkall ungrar stúlku – Ekki var allt sem sýndist

Lögreglan stöðvaði bíl eftir hjálparkall ungrar stúlku – Ekki var allt sem sýndist
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.