fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
Bleikt

Opnar sig um kynlíf eftir barneignir: „Þú þarft nóg af sleipiefni, orðum það þannig“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 24. júlí 2019 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicole „Snooki“ Polizzi opnaði sig um kynlíf eftir að hafa eignast þrjú börn. Snooki er best þekkt úr raunveruleikaþáttunum Jersey Shore en hún hefur gert ýmislegt síðan þá, eins og byrja með sína eigin fatalínu og koma fram í fleiri raunveruleikaþáttum.

Snooki, 31 árs, hefur eignast þrjú börn með eiginmanni sínum Jionni LaValle. Þriðja barnið eignaðist hún í maí 2019.

Hún opnaði sig um hvernig það er að stunda kynlíf eftir barneignir í hlaðvarpsþættinum Women on Top.

Eins og við má búast þá er Snooki ekki feimin að tala um kynlíf, enda alltaf verið opin og sagt hlutina eins og þeir eru.

Snooki byrjaði á því að útskýra hversu lengi hún beið með því að byrja að stunda kynlíf eftir fyrstu tvö börnin.

„Ég beið í sex vikur með tvö eldri börnin mín því ég rifnaði. Þegar ég eignaðist mitt þriðja þá rifnaði ég ekki, örugglega því ég var þegar búin að eignast tvö börn og píkan mín er risastór giska ég,“ sagði Snooki.

„Reyndar, það virkar eins og það sé ekki svo slæmt þarna niðri. En ég vil samt bíða til öryggis, ef eitthvað gerist og ég rifna á meðan kynlífi stendur.“

Hún talaði einnig heiðarlega um hvernig, eftir að hafa eignast barn um leggöng, það væri eins og „eitthvað væri ekki rétt við að stunda kynlíf til að byrja með.“

„Þér líður eins og þú sért hrein mey aftur. Það er bara vont. Það er óþægilegt,“ sagði Snooki. „Það byrjar að vera gott eftir að þú ferð betur af stað, en þú þarft nóg af sleipiefni, orðum það bara þannig.“

Snooki sagði frá því hvernig hún vill byrja að stunda kynlíf eftir að hafa eignast son sinn í maí síðastliðnum:

„Ég vill að eiginmaður minn bjóði mér út að borða, ég vill verða gröð og full af víni og síðan svæfum við krakkana. Síðan förum við í aukaherbergið og höldum áfram að drekka vín og þannig vil ég að það gerist.“

Þá vitum við það!

Rifjum upp átta af fyndnustu augnablikum Snooki í Jersey Shore hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Raunveruleikastjarna segir að það er meira á bak við fyrir og eftir myndir á Instagram

Raunveruleikastjarna segir að það er meira á bak við fyrir og eftir myndir á Instagram
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu myndbandið frá bólulækninum sem er að slá í gegn – Gröfturinn kemur út eins og borði

Sjáðu myndbandið frá bólulækninum sem er að slá í gegn – Gröfturinn kemur út eins og borði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.