fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Bleikt

Ung kona drusluskömmuð af hjúkrunarfræðingi

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

21 árs gömul kona var „drusluskömmuð“ af hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöð. Konan var í kynsjúkdómaprófi samkvæmt Independent.

Konan skrifaði á Reddit að hún hafi átt einnar nætur gaman með einhverjum sem hún hafði myndað „djúp tengingu við“ og notaði getnaðarvörn.

Hún segir að seinna meir hafi hún fundið fyrir einhverjum einkennum og ákveðið að fara til læknis.

„Ég fór til læknis því ég vildi athuga hvort það væri einfalt svar við þessu, eins og ef þetta væri sveppsýking eða þvagfærasýking. Ef ekki þá vildi ég senda þvagið mitt í kynsjúkdómapróf,“ skrifar konan.

„Læknirinn spurði mig alls konar spurninga, eins og hvenær ég byrjaði að stunda kynlíf, hjá hverjum ég svaf síðast, hversu mörgum ég hef sofið hjá og svo framvegis. Ég svaraði öllu hreinskilnislega svo hann gæti boðið mér viðeigandi meðferð.“

Læknirinn greindi hana með sveppasýkingu og sendi þvagið áfram í kynsjúkdómapróf.

Þegar hún ætlaði að fara bað hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöðinni hana um að setjast aftur niður og sagði:

„Þú ert 21 árs og þarft virkilega að byrja að passa upp á persónu þína (e. character).“

Konan var hissa og reið og horfði ráðvillt á hjúkrunarfræðinginn, sem hélt áfram: „Já þú veist, strákar geta stunda eins mikið kynlíf og þeir vilja, og ekkert slæmt gerist. En við sem konur getum ekki gert það eins mikið, því við verðum að vernda persónu okkar. Þú átt eftir að vilja eignast börn einn daginn og hvernig þú ert að lifa lífi þínu gæti virkilega eyðilagt möguleika þína að eignast börn með góðum karlmanni.“

Konan var orðlaus og yfirgaf heilsugæsluna. Hún sagði frá reynslunni á Reddit í þræðinum Am I The A**hole?. Konan sagði að hún væri að hugsa um að kvarta yfir hjúkrunarfræðingnum en þegar þetta gerðist hafi hún verið „gjörsamlega kjaftstopp.“

„Ég var opin og heiðarleg í þeirri von um að fá viðeigandi meðferð en í staðinn er ég drusluskömmuð? Ég vil ekki fara á eftir vinnu einhvers, en ég vil ekki að aðrar konur þurfi að ganga í gegnum það sama og ég bara fyrir það að hafa stundað kynlíf.“

Eftir að hafa fengið mikinn stuðning frá netverjum ákvað konan að senda kvörtun á yfirmann heilsugæslunnar sem var skilningsríkur og lofaði að gera eitthvað í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Margrét Edda steig nokkrum sinnum á dag á vigtina: „Í dag er ég þyngri en mikið hamingjusamari“

Margrét Edda steig nokkrum sinnum á dag á vigtina: „Í dag er ég þyngri en mikið hamingjusamari“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Faðir og vinnualki vill vara aðra foreldra við – Sonurinn lést á meðan hann var á fundi

Faðir og vinnualki vill vara aðra foreldra við – Sonurinn lést á meðan hann var á fundi
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Orðin sem karlmenn vilja heyra í rúminu – „Þú ert svo stór“

Orðin sem karlmenn vilja heyra í rúminu – „Þú ert svo stór“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.