fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Bleikt

Tattúveraðasti maður Bretlands skammast í „grunnhyggnum“ konum fyrir að hafna sér

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að finna ástina getur verið erfitt. Það er kannski nægur fiskur í sjónum en ekki fiskurinn fyrir þig.

Það getur gert hlutina aðeins flóknari ef þú gjörsamlega flúrar þig frá toppi til táar, andlit, eyru og augnhvítur meðtalið.

King of Inkland King Body Art The Extreme Ink-ite, eða Mathew Whelan eins og hann hét áður en hann skipti um nafn árið 2008, segir að grunnhyggnar konur hafa hindrað hann í að finna ástina.

Í viðtali við Daily Star segir King of Inkland, 39 ára: „Margar konur eru rosalega grunnhyggnar og vilja bara gaura með líkama eins og karlmennirnir í Love-Island.“

Alex Bowen er í Love Island og týpan sem grunnhyggnar konur laðast að samkvæmt King Inkland.

Hann bætir við að hann er „með mjög virkt félagslíf en það hefur ekki gengið vel að finna ástina.“

„Tattúin eru óheillandi fyrir margar konur eða þær eru forvitnar. Ég fæ konur sem hafa áhuga á mér bara út af tattúunum. Ég er svolítið eins og Marmite, annað hvort ertu hrifin af þeim eða ekki,“ segir King of Inkland.

Hann hefur verið áður í sambandi en nú þegar hann nálgast fimmtugsaldurinn langar honum að eignast fjölskyldu.

„Ég hef verið í 15 til 20 samböndum í lífi mínu og hef klárlega fengið meiri athygli eftir að ég byrjaði að fá mér tattú. En síðasta samband sem ég var í lauk fyrir tveimur árum og ég hef ekki verið í neinu alvarlegu sambandi síðan þá. Ég er að verða fertugur þannig mig langar að eignast fjölskyldu. En á sama tíma þá skil ég að hvernig ég lít út gæti verið vandamál fyrir sumt fólk,“ segir hann.

King of Inkland er ekki aðeins tattúveraður um allan líkama heldur hefur hann látið gera ýmislegt annað. Hann er búinn að tattúvera augnhvítuna sína svarta og hefur meira að segja fjarlægt geirvörtur sínar til að gera pláss fyrir fleir itattú. Hann hefur látið setja nokkar ígræðslur í sig, eins og hauskúpuígræðslu í bringuna.

En þetta er ekki búið, hann hefur líka látið rista tannaför í eyrun sín og skipta tungunni í tvennt. Þannig það er óhætt að segja að hann er ekki beint tebolli þeirra kvenna sem eru hrifnar af Love Island týpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Hún hefur farið í 20 fegrunaraðgerðir til að vera eins og Kim Kardashian: „Ég var með varir eins og fiskur“

Hún hefur farið í 20 fegrunaraðgerðir til að vera eins og Kim Kardashian: „Ég var með varir eins og fiskur“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Instagram-par harðlega gagnrýnt fyrir að birta þessa mynd: „Þið þurfið að tala við sálfræðing“

Instagram-par harðlega gagnrýnt fyrir að birta þessa mynd: „Þið þurfið að tala við sálfræðing“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.