fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Bleikt

Borðar þú köngulær á meðan þú sefur?

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 22:30

Lestu á eigin ábyrgð. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan þú sefur skríða köngulær eftir koddanum þínum og inn í munninn þinn og þú kyngir þeim. Allt gerist þetta án þess að þú verðir þess var. En getur verið að þetta sé satt? Er þetta kannski bara mýta? Eða er þetta ein af þessum staðreyndum sem við getum eiginlega alveg lifað án þess að vita nánar um?

Svarið við þessu öllu er að við borðum ekki köngulær á meðan við sofum. Þetta er einfaldlega gömul mýta sem hefur lifað mjög lengi í munnmælum og auðvitað á internetinu eftir að það kom fram á sjónarsviðið.

Köngulær ganga ekki sjálfviljugar inn í munn fólks og þær vilja ekki vera í rúmum fólks, að minnsta kosti ekki á meðan fólk er í rúmunum. Köngulær vilja vera í ró og næði og þær vilja ekki láta trufla sig með einhverju brölti og byltum sofandi fólks.

Þær geta auðvitað dottið ofan í rúm fólks þegar þær eru á veiðum en það er þá ekki þannig að þær hafi ætlað sér að enda þar.

Sumir telja að það séu sérstaklega margar köngulær í svefnherbergjum fólks en svo er ekki. Þær gera ekki upp á milli herbergja í húsum, þær leita einfaldlega að góðum felustöðum þar sem þær verða ekki fyrir truflunum eftir því sem segir í umfjöllun Jótlandspóstsins. Ef þú sérð köngulær oftar í svefnherberginu en í öðrum herbergjum hússins þá getur skýringin verið sú að köngulær eru mjög virkar á nóttinni og þar höldum við okkur yfirleitt að næturlagi. Þessi sama skýring getur einmitt átt við ef þú sér köngulær á baðherberginu á nóttinni.

Á daginn fela köngulær sig fyrir versta óvini sínum í náttúrunni en það eru fuglar en þeir veiða að deginum. Þegar sólin sest skríða köngulærnar úr fylgsnum sínum og fara að sinna sínum málum og þess vegna sjáum við þær oft að kvöld- og næturlagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Margrét Edda steig nokkrum sinnum á dag á vigtina: „Í dag er ég þyngri en mikið hamingjusamari“

Margrét Edda steig nokkrum sinnum á dag á vigtina: „Í dag er ég þyngri en mikið hamingjusamari“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Faðir og vinnualki vill vara aðra foreldra við – Sonurinn lést á meðan hann var á fundi

Faðir og vinnualki vill vara aðra foreldra við – Sonurinn lést á meðan hann var á fundi
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Orðin sem karlmenn vilja heyra í rúminu – „Þú ert svo stór“

Orðin sem karlmenn vilja heyra í rúminu – „Þú ert svo stór“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.