fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

„Stelpulegir“ hlutir sem karlmenn gera: Unnustan mín áreitir mig stanslaust fyrir þetta

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 1. júlí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefsíðunni Reddit varð til ansi skemmtileg umræða í gær.

Umræðan fór fram á svæðinu „AskReddit“ en þar getur fólk varpað fram spurningum og aðrir notendur síðunnar svarað þeim.

Fjöldamargar spurningar koma inn en þessi fékk fjöldan allan af svörum.

Strákar, hvað finnst ykkur gaman að gera sem er vanalega talið „stelpulegt“?

Strákarnir kepptust við að segja hvað þeim finnst gaman að gera og spurningin fékk um 8 þúsund svör. Hér eru nokkur þeirra.

Að fara í bað

„Þegar konan mín fer úr bænum og ég hef kvöldið fyrir sjálfan mig tek ég stundum löng og heit böð. Eftir það nota ég fínu húðvörurnar sem konan mín á, klæði mig í baðsloppinn minn og fæ mér jurtate á meðan ég horfi á gamlar bíómyndir. Konan mín veit ekki að ég geri þetta. Ég get ekki beðið eftir að hún komi óvænt til að sjá að maðurinn hennar er að dekra eitthvað annað vel við sig.“

Krosssaumur

“Það hljómar kannski voða heimskulega og eitthvað sem gamlar konur gera. Ég var að vinna í kirkju og við vorum að setja upp smiðjur fyrir krakkana. Ég þurfti að læra krosssaum til að geta kennt krökkunum hvernig það virkar. Síðan var þetta bara ótrúlega gaman. Ég er búinn að gera fullt af veggskreytingum með alls konar Star Wars karakterum og myndasögupersónum.“

Rómantískt sjónvarpsefni

„Mér finnst bara gott að sjá þegar fólk er ánægt saman, okei?“

Flétta á sér hárið

 

„Ég flétti á mér hárið. Þegar ég er einn og hef tíma get ég gert allar þessar venjulegu fléttur. Ég kann að vefa borða í gegnum flétturnar og blóm líka. Ég flétta hárið á kærustunni minni og vinkonum hennar, þeim finnst það frábært. Ég held að enginn hafi hugmynd um að ég æfi mig á sjálfum mér. Einn daginn væri ég til í að klæða mig upp í svona þýskan kjól og vera með langar fléttur en það er önnur saga“

Raka á sér fæturna

„Ég raka á mér fæturna og stundum raka ég líka á mér hendurnar. Ég elska bara að finna hvað húðin verður mjúk eftir á

Geng um með hliðartösku

„Ég geng um með hliðartösku en allir kalla það veski. Mér gæti ekki verið meira sama, ég get haldið á öllu sem ég þarf án þess að troðfylla vasana mína. Unnustan mín áreitir mig stanslaust fyrir þetta en hún hættir því alltaf þegar hana vantar stað til að geyma dótið sitt á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.