Sunnudagur 26.janúar 2020
Bleikt

Tvítug og safnar fyrir brjóstaminnkun: „Þær horfa á mig eins og ég sé skítur á jörðinni“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 28. júní 2019 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danielle Markerson er tvítug móðir. Hún hefur neyðst til að segja upp vinnu sinni sem umsjónaraðili á leiksvæði barna vegna brjóstastærðar. Barmur hennar er svo þungur að sársaukinn er óbærilegur.

Danielle safnar nú fyrir brjóstaminnkun því heilbrigðiskerfið í Bretlandi segir að bak- og hálsverkur hennar sé ekki nógu mikill til að ríkið greiði aðgerðina.

Fyrst var neitað Danielle um aðgerð fyrir tveimur árum síðan og nú aftur síðastliðinn mars. Danielle eignaðist sitt fyrsta barn fyrir átta mánuðum, Theo. Hún reynir nú að safna 950 þúsund krónum til að fara í brjóstaminnkun.

Danielle og Theo.

„Brjóstin mín eru svo þung að það er óraunverulegt. Að vera með þau framan á mér er svo sársaukafullt. Ég hef ekki vigtað þau en þau eru örugglega jafn þung og nýfætt barn,“ segir Danielle við The Sun.

„Mér líður eins og ég sé að burðast með þunga búðarpoka og það er ekki eins og ég get látið þá niður.“

Danielle segist hafa talað við tvo heimilislækna sem sögðu við hana að hún myndi ekki fá neina hjálp frá heilbrigðiskerfinu í Bretlandi „því þeir sjá þetta ekki sem nógu alvarlegt vandamál til að eyða pening í.“

Danielle þarf að sérpanta brjóstarhaldara í stærð 36K.

„Ég útskýrði vandamálið sem ég var að upplifa með liðina mína og það var sagt mér að þetta á það til að gerast. Ég sagði þeim líka að ég væri með varanleg för á öxlunum eftir brjóstarhaldaraböndin. Læknarnir sögu að heilbrigðiskerfið borgar ekki fyrir brjóstaminnkun nema þú sért að glíma við alvarleg heilsufarsvandamál. Mér leið eins og ég væri að eyða tíma þeirra,“ segir Danielle.

„Mig langar að fara á einkastofu og láta minnka þau en sem einstæð móðir þá hef ég ekki efni á því. Brjóstaminnkun myndi kosta um 950 þúsund.“

Danielle segir að ekki aðeins er hún með líkamlega verki heldur þarf hún að þola óumbeðna athygli frá karlmönnum.

„Ég hef glímt við kvíða og þunglyndi vegna brjósta minna. Sjálfsöryggi mitt hefur versnað gríðarlega vegna þess að ég óttast að vera dæmd. Hvert sem ég fer þá líður mér eins og tíu manns séu að stara á mig,“ segir Daniella.

„Ég reyni að klæðast víðum fötum en það er ekkert sem getur falið þau. Þetta eru ekki bara menn, ég fæ líka neikvæð viðbrögð frá konum. Fólk dæmir þig og áætlar að þú hafir farið í brjóstastækkun,“ segir hún og heldur áfram:

„Konur segja: „Sjáðu tútturnar á þessari,“ eða „sjáðu ástandið á þessari.“ Á meðan kærastir þeirra stara á mig. Þær horfa á mig eins og ég sé skítur á jörðinni. Það er rosalega vandræðalegt. Fólk tekur því þannig að þú munt sofa hjá því vegna þess að þú ert með  stór brjóst.“

Danielle sem unglingur.

Danielle segir að brjóstin hennar stækkuðu nánast yfir nótt þegar hún var tólf ára og í kjölfarið hafi hún fengið athygli frá mikið eldri karlmönnum.

„Þegar ég var unglingur þá gekk ég í skólann í skólabúningnum mínum og karlmenn stöðvuðu bílana sína og flautuðu á mig, kölluðu á eftir mér að ég ætti að fara heim með þeim. Athyglin sem ég fékk var ógeðsleg. Ég öskraði til þeirra að ég væri aðeins fjórtán ára en þeim var alveg sama,“ segir Danielle.

„Mamma endaði með að fara með mér í skólann, þó svo að ég væri komin í gagnfræðiskóla. Ég sagði við mömmu að ég væri orðin stór stelpa og mamma sagði að það væri einmitt vandamálið.“

 

Brjóst Danielle stækkuðu eftir að hún varð ólétt og eignaðist son sinn. Hún segist hafa vonast eftir því að brjóstin myndu minnka eftir brjóstagjöf en þau hafa bara stækkað. Hún er nú í stærð 36K og þarf að sérpanta brjóstarhaldara, sem eyðileggjast auðveldlega.

Danielle segir að eina leiðin fyrir hana til að fá líf sitt aftur og losna við sársaukann væri að fara í brjóstaminnkun. Hún varar aðrar konur við sem vilja stærri brjóst. „Þær átta sig ekki á hvaða neikvæðu áhrif stór brjóst geta haft á líf þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Myndatakan misheppnaðist skelfilega – Sjáðu augnablikið þegar hundurinn beit hana

Myndatakan misheppnaðist skelfilega – Sjáðu augnablikið þegar hundurinn beit hana
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“

Fékk tölvu kærastans lánaða og fann virkilega óhugnanlegt klám: „Hann sver að þetta var ekki hann“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.