fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Bleikt

Staðfest – Cardi B fór í fitusog: „Dóttir mín eyðilagði mig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 15:00

Cardi B.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Cardi B staðfesti á tónleikum um helgina í Memphis að hún hefði farið í fitusog eftir að hún eignaðist dóttur sína Kulture í desember á síðasta ári. Sagt er frá þessu á vef People.

„Ég er með fréttir fyrir ykkur,“ sagði hún við áhorfendur. „Ég hefði átt að aflýsa tónleikunum í dag. Ég ætti ekki að vera að skemmta því ef ég hreyfi mig of mikið eyðilegg ég árangur fitusogsins. En ég ætla samt að næla mér í fjandans peningapokann minn,“ sagði Cardi, sem hefur talað opinskátt um að hafa farið í brjóstaaðgerð.

„Ég lét laga á mér brjóstin. Mér líður vel en stundum líður mér ekki vel. Þegar að húðin er öll teygð. Já, dóttir mín eyðilagði mig. Hún gerði það,“ sagði hún í viðtali við Entertainment Tonight fyrir rétt um viku.

 

View this post on Instagram

 

Kulture did me bad 😩

A post shared by MOSTHATEDCARDI (@iamcardib) on

Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Cardi talar um fitusog, en hún hefur gefið afar misvísandi upplýsingar um hvort hún hafi gengist undir aðgerð eður ei. Stuttu eftir að hún eignaðist Kulture sagði hún í myndbandi á Instagram að hún ætlaði hugsanlega að fara í fitusog.

„Mér finnst ég enn vera með hliðarspik. Það er ekki gaman. Ég er vön að hafa mjög stinnan maga,“ sagði Cardi þá. Nokkrum mánuðum seinna sýndi hún stæltan kviðinn í sögu sinni á Instagram og þverneitaði að hafa farið í fitusog.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Hún hefur farið í 20 fegrunaraðgerðir til að vera eins og Kim Kardashian: „Ég var með varir eins og fiskur“

Hún hefur farið í 20 fegrunaraðgerðir til að vera eins og Kim Kardashian: „Ég var með varir eins og fiskur“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Instagram-par harðlega gagnrýnt fyrir að birta þessa mynd: „Þið þurfið að tala við sálfræðing“

Instagram-par harðlega gagnrýnt fyrir að birta þessa mynd: „Þið þurfið að tala við sálfræðing“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.