fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Stúdentar eyða hundruðum þúsunda í framandi ferðir – Sjáðu hvert förinni er heitið í ár

Jón Þór Stefánsson, Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 26. maí 2019 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þessar mundir standa framhaldsskólar í því að útskrifa nemendur sína. Eftir útskriftina fara stúdentarnir gjarnan í svokallaðar útskrifarferðir ásamt skólafélögunum sem þeir kveðja.

Þessar ferðir eru oftar en ekki til framandi landa, gjarnan á staði þar sem er mikið um sól, strandir og sjó. Einnig sækja stúdentarnir gjarnan á staði þar sem er fjörugt næturlíf og þar sem þeir hafa aldur til að kaupa áfenga drykki.

Hér eru teknar saman allar helstu útskrifarferðirnar sem að krakkarnir munu heimsækja í sumar.

 

Mexíkó – Kvennaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Menntaskólinn í Kópavogi

Kvenskælingar, FG-ingar og MK-ingar ásamt nokkrum MH-ingum ætla sér að fara til Mexíkó, nánar tiltekið til bæjarins Playa del Carmen. Gist verður á 5 stjörnu lúxushóteli. Þar að auki eyða krakkarnir sólahring í New York bæði fyrir og eftir Mexíkó.

Ferðaskrifstofa: Trans Atlantic

Tími: 2. til 13. júní

Verð: u.þ.b. 270.000kr

Playa Del Carmen

 

 

 

 

 

 

 

 

Krít 1 – Verzlunarskóli Íslands, Menntaskólinn í Reykjavík, Borgarholtsskóli og Menntaskólinn á Egilsstöðum

Verslingar, MR-ingar, Borgarholtsskóli og ME-ingar ætla til Krítar, nánar tiltekið Hersonissos en þar verður svaka stemming! Farið verður í 2 ferðir til Krítar með ferðaskrifstofunni Tripical fyrst 27. maí og síðan 15. Júní. Ferðaskrifstofan Tripical ætlar meðal annars að bjóða upp á risastór  opnunarpartý í báðum ferðum, en þar munu íslenskir leynigestir koma fram.

Ferðaskrifstofa: Tripical

Tími: 27. maí til 6. júní og svo aftur 15. til 25. júní

Verð: u.þ.b. 190.000kr

 

Krít 2 – Menntaskólinn við Hamrahlíð

Nokkrum krökkum í MH fannst Mexíkó-ferðin of dýr og ákváðu þá að gera sína eigin ferð. þannig þau höfðu samband við Heimsferðir og fengu tilboð, þau söfnuðu síðan nokkrum krökkum saman og eru u.þ.b 70 manns að fara í þá ferð.

Ferðaskrifstofa: Heimsferðir

Tími: 6. til 17. júní

Verð: u.þ.b. 160.000kr

Hersonissos

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Króatía – Menntaskólinn við Sund

Þeir sem að eru að klára nám í MS eru að fara til Króatíu fyrst í bæinn Biograd og síðan til eyjunnar Hvar, það verður ábyggilega svakalega gaman hjá þeim!

Ferðaskrifstofa: Eskimo Travel

Tími ferðar: 3. til 13. júní

Verð: u.þ.b. 230.000kr

Eyjan Hvar

 

 

 

 

 

 

 

 

Orlando – Framhaldsskólinn á Laugum

FL-ingar ætla 9 saman með 2 fararstjóra til Orlando í Bandaríkjunum, en þar verður gist í Disney-hverfi og farið í fullt af skemmtilegum heimsóknum t.d. í Disney World og Universial Studios

Ferðaskrifstofa: Ekki vitað

Tími: 19. til 26.oktober

Verð: Ekki vitað

Orlando
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki