fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Bleikt

Töfralausnin er fundin: Snilldarráð til að fríska upp á gömlu handklæðin

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 22. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir nota handklæðin sín í mörg ár enda eru handklæði, ólíkt fatnaði, ekki háð árstíðum eða tísku og eru því líklegast þeir hlutir sem fara oftast í þvottavélina. En eftir marga þvotta missa handklæðin mýkt sína og ekki síst hæfileikann til að draga vatn í sig. En það er til einfalt ráð við þessu sem gerir gömlu handklæðin næstum því eins og ný.

Á bandarísku heimasíðunni Wonder How To er grein eftir Heather Fishel þar sem hún lýsir því hvernig hún frískar upp á gömlu handklæðin með einföldu ráði.

1. Handklæðin eru sett í þvottavél og stillt á mesta hita.
2. Einn desilítri af borðediki er settur í hólfið sem þvottaefnið fer venjulega í.
3. Hálfur desilítri af matarsóda er settur í hólfið sem mýkingarefnið fer venjulega í.
4. Kveiktu á þvottavélinni og bíddu eftir „nýju“ og mjúku handklæðunum þínum.

Hún mælir einnig með að þeir sem eiga þurrkara skelli handklæðunum í hann eftir þvottinn.
Edikið fjarlægir sápuleifar sem hafa safnast fyrir í handklæðunum, hugsanlega lykt sem er af þeim og mýkir efnið í þeim. Matarsódinn fer langt inn í efnið og hreinsar það en mýkir það einnig.

Það má einnig nota þetta góða ráð fyrir ný handklæði en þau fá oft meðhöndlun hjá framleiðendum með mýkingarefnum til að þau séu mjúk og aðlaðandi í verslunum. Þetta mýkingarefni gerir þó oft að verkum að handklæðin hrinda vatni frá sér í staðinn fyrir að draga það í sig. Edik og matarsódi geta einnig ráðið bót á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona eiga þau saman – „Þau eru bæði mjög rómantísk og tilfinningarík“

Svona eiga þau saman – „Þau eru bæði mjög rómantísk og tilfinningarík“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eitt virtasta viðskiptatímarit heims ásakar Kylie Jenner um umfangsmikin lygavef – Stjarnan svarar fullum hálsi

Eitt virtasta viðskiptatímarit heims ásakar Kylie Jenner um umfangsmikin lygavef – Stjarnan svarar fullum hálsi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Cardi B sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Cardi B sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez
Bleikt
Fyrir 1 viku

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.