Þriðjudagur 28.janúar 2020
Bleikt

Fyrrum fangi nefnir fimm vinsælustu vörurnar í fangelsi: „Ef það var uppselt brutust út slagsmál“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 6. desember 2019 17:30

Jessica Kant. Skjáskot/YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessica Kent er fyrrum fangi og fíkniefnanotandi. Hún hefur snúið lífi sínu við eftir að hún eignaðist barn í fangelsi og heldur núna úti vinsælli YouTube-rás þar sem hún ræðir um ýmislegt tengt fangelsinu og hennar fyrra lífi.

Sjá einnig: Svona var það að eignast barn í fangelsi: „Ég var fokking hrædd“

Í nýlegu myndbandi fer hún yfir fimm vinsælustu vörurnar í fangelsisbúðinni (e. commisary).

„Búðin er forréttindi sem fangar fá, þú getur pantað hluti úr búðinni. Það er listi af hlutum sem þú getur keypt, mikið af þessu er matur. Fangar vilja mat meira en allt. Síðan eru hreinlætisvörur, það eru strigaskór, peysur og stuttermaboli. Það hljómar furðulega að panta föt í fangelsinu en þú færð ekki mikið af dóti,“ segir hún.

„Það helsta sem fangar vilja […] og ef það varð uppselt varð fólk reitt. Fólk var brjálað, það urðu slagsmál um þetta. Það er eins gott að þetta var til. Kaffi. Að sjálfsögðu,“ segir hún.

„Kaffi er svo mikilvægt í fangelsi. Ég hef séð fólk gera alls konar viðbjóðslega hluti með kaffi.“

Næst á listanum er ís. „Fólk missti vitið yfir ís,“ segir hún. Svo kemur hunangsbolla (e. honey bun),

„Þetta hráefni fer í næstum allar uppskriftir, meira að segja nachos,“ segir hún og nefnir vöru númer fjögur á listanum, súrar gúrkur.

Síðan kemur að síðustu vörunni, árstíðabundnar kökur sem koma fyrir hrekkjavökuna og jólin.

Horfðu á hana fara yfir listann og segja sögur úr fangelsinu um þessar vörur í myndbandinu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar : „Eins og sönn steingeit ert þú full/ur efasemda“

Stjörnuspá vikunnar : „Eins og sönn steingeit ert þú full/ur efasemda“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lesið í tarot Hildar: Byrjunin á einhverju stóru

Lesið í tarot Hildar: Byrjunin á einhverju stóru

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.