fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Bleikt

Ruglið á samfélagsmiðlum sem gerði allt vitlaust á árinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. desember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reglulega poppa upp nýjar áskoranir eða trend sem tröllríða samfélagsmiðlum. Nýlegasta dæmið um slíka áskorun er stóla-áskorunin.

Við ætlum að fara yfir allt þetta rugl sem gerði allt vitlaust á árinu, eins og þegar unglingar tóku sig upp á myndband borða banana með hýðinu eða límdu efri vörina sína.

„Cockfishing“

„Cockfishing“ virkar svipað og „catfishing“ sem snýst um að villa á sér heimildir. Á meðan manneskja sem stundar „catfishing“ villir sér á heimildir með því að nota mynd af annarri manneskju eða tileinkar sér allt annað auðkenni, þá snýst „cockfishing“ aðeins um eitt. Að ljúga um typpastærð.

„Skelin á áskorun“

Það vantaði ekki hættulegt trend þetta árið, en læknar vöruðu við nýrri áskorun sem var mjög vinsæl meðal unglinga í apríl á þessu ári.

Áskorunin snýst í stuttu máli með að borða hluti með „skelinni.“ Sem sagt mat sem er enn inn í einhverju, eins og banana með hýði og súkkulaðistykki í plastumbúðum. Þetta trend var lang vinsælast á Snapchat.

Stækka varir

Svo má ekki gleyma því þegar fólk fór að líma efri vör sína við húðina fyrir ofan vörina til að láta þær virðast vera stærri. Eins og venjulega þegar kemur að þessum heimskulegu trendum voru unglingar í fararbroddi þegar kom að því að framkvæma þetta. Unglingar deildu myndböndum á árangrinum á TikTok en fljótlega fundu þau leið sína á Twitter og gerðu allt brjálað í kjölfarið.

Pylsufingur

Svo er spurning um hvort þetta hafi verið heimskulegasta trendið í ár, en það er mjög erfitt að velja einn sigurvegara. Instagram-sérfræðingurinn Sara Tasker vakti athygli á þessu trendi, en það snerist um að netverjar væru að breyta myndunum sínum svo það sæist ekki í hnúana, svo fingurnir séu „fallegri.“ En í raun minna þeir á pylsur.

Stóla-áskorunin

Stóla-áskorunin var örugglega skemmtilegasta áskorunin á þessu ári. Hún fór eins og eldur í sina um samfélagsmiðla og virtust aðeins konur geta gert hana. Netverjar kepptust við að framkvæma áskorunina og deila afrakstrinum á samfélagsmiðlum.

Erum við að gleyma einhverju trendi eða áskorun? Skrifaðu það hér fyrir neðan!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.