fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Bleikt

Umdeildur áhrifavaldur biður fylgjendur afsökunar: „Mér líður ömurlega“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. desember 2019 08:44

Constance Hall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mömmu-áhrifavaldurinn Constance Hall hefur beðið fylgjendur sína afsökunar, hún er með samtals 1,6 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum. Hún biður þá afsökunar fyrir að auglýsa of margar vörur á Facebook og Instagram.

Í einlægri færslu á sunnudaginn síðastliðinn baðst hún afsökunar á því að margar færslur hennar upp á síðkastið hafi verið auglýsingar.

Constance er með sína eigin fatalínu, Queen The Label, hún túrar um landið, hún selur einnig list, sólgleraugu og snyrtivörur í gegnum heimasíðu sína. Svo er hún að fara að gefa út þriðju bók sína, Happily Ever … F**k That.

„Ég hata þá staðreynd að þessi síða er eins og hún snúist aðeins um að selja augnablikið,“ skrifaði hún í færslunni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by constanceandtribe (@mrsconstancehall) on


Hún útskýrði hvernig hún er búin að eiga við fjárhagsvanda eftir að hún kom fram í raunveruleikaþættinum Dancing With The Stars fyrr á árinu.

Til að komast úr þessum vanda tók hún fatamerkið sitt í gegn, túraði og skrifaði bók, sem þýddi að hún var að auglýsa þetta þrennt á sama tíma.

„Það hefur aldrei verið erfitt fyrir mig að selja á þessari síðu því eins mikið og ég elska að selja fylgjendum mínum, þá elska ég að deila með ykkur einnig. En upp á síðkastið finnst mér eins og ég sé búin að vera að selja, selja, selja, og deila minna og ég hata það. Mér þykir það leitt,“ skrifaði hún.

Constance sagði að hún ætti einnig í  hjónabandserfiðleikum og þess vegna væri hún ekki búin að deila myndum af sér og eiginmanni sínum síðustu vikurnar. Hún bætti við að í dag eru þau á góðum stað.

„Ég vildi láta ykkur vita að mér líður ömurlega, flagga dótinu mínu án þess að deila lífi mínu,“ skrifaði hún.

Færslan vakti jákvæð viðbrögð meðal fylgjenda sem þökkuðu henni fyrir hreinskilinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.