fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2019
Bleikt

Helga er í opnu sambandi: Skömm, ótti og sektarkennd – „Hvað gerir maðurinn, þessi flotti maður sem ég á?“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 3. desember 2019 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Guðrún Snjólfsdóttir, verkfræðingur og jógakennari, opnaði sig í sjónvarpsþættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Hringbraut. Hún segir frá því í þættinum hvernig hún opnaði samband sitt og fór að endurskoða sjálfa sig sem kynveru.

„Það var eins og einhvers konar opinberun, allt í einu var eins og það hefði verið dregið frá og ég sá svo skýrt hvað það er mikil skömm, ótti og sektarkennd í kringum það að vera kynvera,“ segir Helga í þættinum og segir að hún hafi velt því fyrir sér hvort það væri í lagi að vera kynvera. „Ég þarf að skoða þetta betur og ég byrjaði bara að gúggla.“

Eftir að hafa skoðað þetta á netinu fór Helga að lesa um ýmis fræði í sambandi við kynhnegðun. Eitt þessara fræða var Tantra en þar er kynhegðunin skoðuð auk þess sem æfingar í Tantra geta talist óvenjulegar. Helga talaði við eiginmann sinn um áhuga sinn á þessu en hún var ekki viss hvernig hann tæki í það. „Hvað gerir maðurinn, þessi flotti maður sem ég á? Hann sagði: Ég styð þig, farðu og lærðu um þig.“

Helga segir frá því í þættinum að í þessu ferðalagi hafi hún kynnst sjálfri sér betur en henni fannst mikilvægt að vera hreinskilin við manninn sinn um það sem var í gangi. „Þetta er það sem gerðist. Ég þurfti að misstíga mig og segja ekki alveg allt,“ segir Helga en henni fannst á tímabili eins og hún ætti að skammast sín fyrir langanirnar sínar. „Ég var svo hrædd um að ég væri ekki lengur samþykkt, ég væri ekki lengur elskuð, ég væri ekki allt sem ég hélt að ég þyrfti að fá frá honum.“

Helga talar um það hvað henni finnist það ósanngjarnt að ætlast til þess að ein manneskja geti uppfyllt allar hennar þrár og langanir og veltir því fyrir sér hvort það sé einfaldlega hægt. „Það þýðir bara að hann er ekki búinn til, til að uppfylla allar mínar þrár og langanir, það er engin ein manneskja sem á að geta gert það fyrir neina eina aðra mannesku að mínu mati.“ Hún segir að kannski sé eitthvað fólk mjög heppið að geta bara verið tvö saman. „En að allir hafi val og að það séu ekki einhverjar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvernig við lifum lífi okkar og uppfyllum okkar langanir og þrár, það er einhver baggi sem er svo mikilvægt að við séum laus við.“

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á vef Hringbrautar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Beautytips fór á hliðina – Linda vildi feika óléttupróf – „Fucking ógeðslegt“

Beautytips fór á hliðina – Linda vildi feika óléttupróf – „Fucking ógeðslegt“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur æfur vegna „fitubollubúnings“ netverslunar

Áhrifavaldur æfur vegna „fitubollubúnings“ netverslunar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Owen Wilson borgar himinhátt meðlag með barni sem hann hefur aldrei hitt

Owen Wilson borgar himinhátt meðlag með barni sem hann hefur aldrei hitt
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Fyrrum fangi nefnir fimm vinsælustu vörurnar í fangelsi: „Ef það var uppselt brutust út slagsmál“

Fyrrum fangi nefnir fimm vinsælustu vörurnar í fangelsi: „Ef það var uppselt brutust út slagsmál“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Vændiskonur afhjúpa furðulegt blæti viðskiptavina – Blöðrur og ryksugur: „Engir tveir dagar eru eins“

Vændiskonur afhjúpa furðulegt blæti viðskiptavina – Blöðrur og ryksugur: „Engir tveir dagar eru eins“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sara sýnir hvað sjónarhorn skiptir miklu máli – Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum

Sara sýnir hvað sjónarhorn skiptir miklu máli – Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.