fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Bleikt

Þau eru þrjú í sambandi: „Betra kynlíf og meiri peningur“ – Svona var það í byrjun

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 27. desember 2019 08:43

Þrjú og hamingjusöm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Priscilla Soares segir frá því hvernig hún samþykkti að bæta við þriðju manneskjunni við samband sitt og kærasta síns, þrátt fyrir strangt kaþólskt uppeldi. Hún segir frá þessu í viðtali við The Sun. Priscilla, 25 ára, byrjaði í sambandi með fasteignasalanum og ferðabloggaranum Stephen Bolden, betur þekktur sem Jak, í mars 2017. Jak er 26 ára.

Parið bætti við Pamelu Dejesus, 21 árs, við sambandið í febrúar 2019. Þau þrjú eru í sambandi og vinna saman er þau ferðast um heiminn.

Priscilla og Jak.

Jak segir frá því í viðtalinu að hann hefur aldrei trúað á einkvæni og hefur alltaf leitast eftir að eiga í líkamlegu sambandi með mörgum konum.

Priscilla er alin upp í kaþólskri trú og þegar hún fyrst kynntist Jak dreymdi henni um að giftast og eignast börn. Á þessum tíma fór Jak í frí í hverjum mánuði og var alltaf hreinskilinn við hana um þær konur sem hann svaf hjá og hans sterku löngun í að sofa hjá mörgum konum.

Jak segist trúa því að ef hann vill eitthvað þá ætti hann að fá það, svo lengi sem það gerir hann og alla í kringum hann hamingjusama. Hann trúir því líka að hann hafi „æðri tilgang“ og hluti af því er að eltast við þrár sínar; og ein af þeim eru konur.

Priscilla leit alltaf á sig sem gagnkynhneigða, en það breyttist þegar hún og Jak ferðuðust um heiminn og sváfu reglulega saman hjá öðrum konum.

Í febrúar 2019 kynntust þau svo Pamelu, sem skilgreindi sig sem gagnkynhneigða á þeim tíma. Eftir að hafa áttað sig á því að þau báru tilfinningar til hennar, og hún til þeirra, ákváðu þau að mynda samband saman.

„Dýnamík sambands okkar er í raun þannig að við erum frjáls að gera það sem við viljum á meðan við erum örugg, heiðarleg og skýr í samskiptum,“ segir Jak.

„Priscilla vill aðeins elska einn mann, en er opin fyrir því að hitta og prufa sig áfram kynferðislega með öðrum konum. Ég einblíni á fyrirtæki mitt og minn æðri tilgang; mín heimspeki er sú að ég á að stunda ástríðu mína og taka öllu því sem verður í vegi mínum.“

Priscilla útskýrir hvernig sambandið var í byrjun.

„Ef Jak hitti konu sem, eftir hans stöðlum, var aðlaðandi, jákvæð og framsækin, þá var engin góð ástæða fyrir því að stöðva eitthvað tilfinningalegt eða kynferðislegt samband,“ segir hún.

„Fyrstu tvö ár okkar saman þá prófaði hann sig áfram með öðrum konum, ef þær voru kynferðislega örvandi þá myndum við njóta þeirra saman. Síðan kom að því að við vildum prófa að fara á stefnumót saman með öðrum konum.“

Parið kynntist Pamelu og áttuðu sig á því að þau báru ekki aðeins kynferðislegar tilfinningar til hennar. Þau ákváðu að mynda samband saman og verða „throuple“ eins og það er kallað á ensku.

„Betra kynlíf, meiri peningur, fleiri hugmyndir og fleiri hendur til að vinna,“ segir Jak um sambandð.

Foreldrar Jak styðja hann og hans lífsstíl, en Priscilla felur það enn fyrir foreldrum sínum að hún sé tvíkynhneigð og sé í þriggja aðila sambandi.

„Fjölskylda hennar veit varla eitthvað, því við vitum að foreldrar hennar muni ekki samþykkja okkur og henni verður afneitað fyrir að koma út úr skápnum. Foreldrar hennar eru ekki opin fyrir samkynhneigð eða einhverju öðru en kaþólsku kirkjunni. Ást hefur ekki og ætti ekki að hafa reglur,“ segir Jak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Bókin sem margir kvíða – Mariah Carey gefur út sjálfsævisögu

Bókin sem margir kvíða – Mariah Carey gefur út sjálfsævisögu
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Heitar með húðflúr á hálsinum

Heitar með húðflúr á hálsinum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Elon Musk neitar því að hafa farið í trekant með heimsfrægum leikkonum – „Láttu mig bara vita ef Johnny vill taka slaginn í hringnum,“

Elon Musk neitar því að hafa farið í trekant með heimsfrægum leikkonum – „Láttu mig bara vita ef Johnny vill taka slaginn í hringnum,“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Gwyneth Paltrow segir frá því er hún lærði að veita munnmök – „Hún lét mér líða eins og ég væri frjáls.“

Gwyneth Paltrow segir frá því er hún lærði að veita munnmök – „Hún lét mér líða eins og ég væri frjáls.“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspáin: Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs eru sterk saman

Stjörnuspáin: Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs eru sterk saman
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bölvun Gleðisveitarinnar – Hræðileg örlög Gleestjarnanna

Bölvun Gleðisveitarinnar – Hræðileg örlög Gleestjarnanna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.