fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Bleikt

Billie Eilish sendir nettröllum tóninn: „Reið því ég varð átján og fór ekki strax úr öllum fötunum? Búhú“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 25. desember 2019 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan unga Billie Eilish, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á árinu, er orðin 18 ára. Nettröll höfðu mörg hver talið niður daganna í von um að Billie færi að klæðast minni eða meira aðþrengdum fatnaði.

Billie hefur ávallt komið fram í útvíðum fötum sem fela vaxtarlag hennar þar sem hún hefur ekki viljað athyglina á vaxtarlag hennar.

Eftir að mynd náðist af henni í þröngum ermalausum bol sagði hún í samtali við tímaritið Elle

„Ástæða þess að ég klæði mig eins og ég geri er ekki til að segja : Hey við skulum kalla allar stelpur druslur sem ekki klæða sig eins og Billie Eilish. Þannig málflutningur gerir mig reiða. Ég þarf að vera í stórum bolum svo öðrum líði ekki óþægilega vegna brjóstanna minna.“

Um bolin sem mynd af henni náðist í sagði hún: „Ég leit vel út í honum. Ég fæddist með fokkin brjóst, félagi. Ég fæddist með erfðaefnið fyrir risa brjóst. Einhver með minni brjóst gæti verið í hlýrabol en ef ég færi í sama hlýrabol þá yrði ég fyrir drusluskömm því ég er brjóstgóð. Þetta er svo heimskulegt, þetta er sami bolurinn.

Í viðtali í september sagði Billie að eftir 18 ára afmælisdaginn sæi hún fyrir sér að klæða sig í fatnað sem sýni betur vöxt hennar.

Einhverjir hafa gerst of ágengir í spennunni við að sjá þessa ungu konu, sem fyrir nokkru var enn barn að aldri, afklæðast. Þessum sömu aðilum sendi Billie nýlega tóninn samkvæmt frétt Metro

Í texta við myndina hér að neðan, sem nú hefur verið breytt, stóð upprunalega:

„Reið því ég varð átján og fór ekki strax úr öllum fötunum? Búhú“

View this post on Instagram

one of the worst outfits ive ever put together

A post shared by BILLIE EILISH (@billieeilish) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.