fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Bleikt

Hvað þýða draumarnir?

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 20. desember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þig einhvern tíma dreymt um að þú hafir fallið á prófi? Þú ert ekki ein/nn um það. Búinn hefur verið til gagnagrunnur þar sem fólk svaraði spurningum um draumfarir sínar og 45% af þeim sem svöruðu, sögðust einhvern tíma á ævinni hafa dreymt um að falla á prófi. Gagnagrunnurinn sýnir einnig að konur eru mun líklegri en karlar að dreyma fall á prófi. Þessu greinir fréttaveita The Guardian frá á vefsíðu sinni.

Gagnagrunnurinn var settur saman af Dr. Kelly Bulkeley, sem rannsakar drauma og er gestafræðimaður við Graduate Theological Union í Berkley, Kaliforníu. Hún lýsir fimm algengustu draumunum sem eru eftirfarandi: Að vera elt/ur eða að ráðist sé á mann; Skólar, kennarar og lærdómur; Kynferðisleg reynsla; Að detta; Að reyna og reyna að gera eitthvað.

Sá síðastnefndi virkar eins og hringlaga draumur þar sem sá sofandi festist í endurteknum tilraunum við að gera eitthvað ákveðið. Oft fjalla draumarnir um stressandi atvik í vökulífi og getur valdið pirringi, magnleysi og ótta. Þessir draumar geta haft áhrif á gæði svefns svo sem REM stigið. Draumurinn birtir mannlegan kvíða sem á sér rætur aftur í fornaldir Grikklands með goðsögninni um Sýsífos sem ýtti í sífellu steini upp fjall og sem rúllaði ætíð aftur niður, svo hann þurfti að byrja aftur. Slíkir draumar sýna fram á tilvistarlega angist mannskepnunnar og kvíða.

Flestir hafa dreymt um að falla eða detta, og eru slíkir draumar mun algengari en draumar um að fljúga. Við erum enda líklegri til þess að vera bráð þyngdaraflsins en að rísa yfir það. Fall-draumar verða þegar skyndileg breyting á sér stað í taugaboðum í heilanum frá einu svefnstigi til annars. Þrátt fyrir líkamlega ástæðu þá boða þessir draumar oft skyndilegar breytingar í lífi dreymandans, truflun, missi eða harmleik. Þessir draumar geta í mjög öfgafullum tilvikum sýnt fram á ótta viðkomandi við yfirvofandi heimsendi.

Hvað varðar kynferðislega drauma þá eru karlmenn mun líklegri til þess að dreyma um kynlíf en konur. Erfitt er að segja til um hvort það sé af völdum nútímasamfélags eða hvort það sé þeim eðlislægt. Eða eru konur jafnvel ólíklegri til þess að greina frá kynferðislegum draumum? Freud myndi allavega klóra sér í kausnum yfir þessu því samkvæmt honum eiga draumar að birta innstu þrár okkar, og samkvæmt þessum niðurstöðum eru draumar greinilega ekki mjög sannspáir.

Þeir sem hafa gengið í gegnum einhverskonar formlega menntun dreymir oft um það mörgum árum síðar. Flestir þátttakendur í rannsókninni voru háskólanemar svo að ljóst er að skólinn er þeim ofarlega í huga. Skóladraumar eru ekki einstök afurð nútímasamfélags því til forna fengu Kínverjar martraðir um sérstök próf sem voru haldin til þess að ákvarða framtíðarstarf hvers Kínverja.

Algengasti draumurinn fjallar um að vera elt/ur eða að einhver ráðist á mann. Slíkir draumar eru algengir bæði hjá konum og körlum. Þetta þema leggur grunninn að martröðum úr æsku sem fólk man eftir allt sitt líf. Svona drauma er hægt að túlka á ýmsa vegu. Árásarmaðurinn getur táknað innri ótta eða þrá sem er bæld af hinu vakandi egói. Einnig gæti draumurinn táknað eitthvað í veröld dreymandans sem ógnar honum. Auk þess gæti draumurinn endurspeglað ótta forfeðra okkar við árás stórra rándýra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.