fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Bleikt

Jón og Manuela geisla á sviðinu – Svona eiga þau saman

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 15. desember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dansarinn Jón Eyþór Gottskálksson og athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir hafa náð góðum árangri í þættinum Allir geta dansað. Sögusagnir hafa farið á kreik um að þau væru í ástarsambandi, sem þau hafa staðfastlega neitað, en DV ákvað engu að síður að kanna hvernig þau eiga saman, svona ef þau rugla saman reytum.

Jón er hrútur en Manuela er meyja, afar ólík merki. Svo ólík að við fyrstu kynni finnst þeim þau ekki eiga nokkurn skapaðan hlut sameiginlegan. Jafnframt finnst þeim þau ekki geta lært neitt af hvort öðru. Stál í stál, með öðrum orðum.

Þetta samband þarf tíma til að þróast, enda um algjörar andstæður að ræða. Hrúturinn er aggresívur og djarfur, hoppar í ný verkefni stanslaust og er óþolinmóður með eindæmum. Meyjan er hins vegar með auga fyrir smáatriðum og hæglát, jafnvel feimin. Meyjan vinnur að langtímamarkmiðum á meðan hrúturinn vill skammtímagigg. Þessi mikli munur á merkjunum getur hins vegar kennt báðum merkjum að líta betur undir yfirborðið, meira en þau hafa áður gert í ástarsamböndum.

Um leið og hrúturinn og meyjan hætta að einblína á galla í fari hvort annars verður sambandið sterkara. Þau geta kennt hvort öðru æði margt, ef þau taka upplýsta ákvörðun um að vilja læra. Ef þau eru ekki tilbúin til þess að ganga inn í sambandið á þeim forsendum munu þau ávallt einblína á gallana og það sem betur mætti fara í staðinn fyrir að opna hjartað fyrir nýjum áskorunum – nýjum heimi.

Jón
Fæddur: 6. apríl 1989
Hrútur
-hugrakkur
-ákveðinn
-öruggur
-áhugasamur
-óþolinmóður
-skapstór

Manuela
Fædd: 29. ágúst 1983
Meyja
-trygg
-ljúf
-vinnusöm
-hagsýn
-feimin
-ofgagnrýnin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“

Giftur hjúkrunarfræðingur heldur framhjá þegar hún segist vera á næturvöktum – „Með honum hófst alvöru framhjáhald“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni

Rappari sakaður um að nýta hörmungarnar í Beirút í söluskyni
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?

Hvaðan fékk raunveruleikastjarnan innblástur fyrir agnarsmáu sundfötin sín?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn

Áhorfendur áttu erfitt með að halda aftur tárunum – Bað stjúpföðurinn um að hætta að lemja drenginn
Bleikt
Fyrir 1 viku

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Gwyneth Paltrow segir frá því er hún lærði að veita munnmök – „Hún lét mér líða eins og ég væri frjáls.“

Gwyneth Paltrow segir frá því er hún lærði að veita munnmök – „Hún lét mér líða eins og ég væri frjáls.“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni

Love Island stjarnan Dani Dyer á von á barni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.