fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Bleikt

Lesið í tarot Svanhildar – Hún kemur sem stormsveipur inn í útvarpshúsið

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 14. desember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæriskenningasmiðir halda því statt og stöðugt fram að Svanhildur Hólm verði næsti útvarpsstjóri, að það sé í raun löngu ákveðið. Svanhildur hefur verið hægri hönd Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra síðustu ár og því fannst DV tilvalið að lesa í tarotspil Svanhildar. Lesendum DV er bent á að þeir geti sjálfir dregið tarotspil á vef DV.

Kenningarnar sannar

Fyrsta spilið sem birtist hjá Svanhildi er Sólin. Úr því má lesa að samsæriskenningarnar eru réttar – hún verður útvarpsstjóri og hún mun öðlast það vald sem hún sækist eftir. Gleði einkennir líf hennar og hún nýtur mikillar blessunar. Hún hefur lagt hart að sér síðustu ár, enda með eindæmum metnaðargjörn, og þótt hana hafi oft langað til að gefast upp þá hefur hún nú loks erindi sem erfiði. Sólin segir ekki aðeins til um velgengni Svanhildar í starfi heldur lætur hún einnig aðra drauma verða að veruleika innan tíðar. Hamingja, spenna og velferð einkenna Svanhildi og verkefni hennar, sem virðast gefa henni mikið.

Hraði og álag

Næst er það 4 sverð. Svanhildur er undir miklu álagi í núverandi vinnu og nær að halda mörgum boltum á lofti með skipulagi, krafti og óbilandi dugnaði. Hins vegar er henni nú ráðlagt að hvíla sig áður en hún tekur við einni valdamestu stöðu landsins. Hún þarf að hlusta betur á líkamann og vita hvenær hún á að gefa eftir og huga betur að heilsunni. Líf hennar einkennist af hraða en hún verður að gefa sér tíma fyrir fjölskylduna og sínar eigin þarfir. Núna er tíminn því hún kemst ekki í gott og langt frí í bráð.

Stormsveipur

Svo er það Hangandi maður sem rekur lestina. Svanhildur virðist vera reiðubúin til að leggja sig fram af alhug þegar kemur að verkefni sem hún stendur frammi fyrir, stöðu útvarpsstjóra. Hún vill samt fyrst og fremst klára þá vinnu sem hún hefur haldið utan um í fjármálaráðuneytinu, hratt og örugglega fyrst, svo hún geti gengið glöð inn í útvarpshúsið. Hún má samt búa sig undir að fólkið í kringum hana muni telja að hún sé að þessu fyrir peningana – ekki af hugsjón. En Svanhildur veit sannleikann og lætur neikvæðnisraddir sem vind um eyru þjóta. Hún kemur sem stormsveipur inn í útvarpshúsið og kemur þónokkrum í uppnám með ákveðni sinni og hreinskilni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð

Stjörnurnar hvetja fólk til að nota grímu – Dr. McDreamy með mikilvæg skilaboð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“

Smith fjölskyldan lætur YouTube-stjörnu heyra það: „ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR SHANE DAWSON“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Blaðamaður og áhrifavaldur: „Hinn almenni borgari skal aldrei miða sig við ókunnugan á netinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.