Laugardagur 28.mars 2020
Bleikt

Kim Kardashian kærir vegna frægu „vampíru“ andlitsmeðferðarinnar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 11. desember 2019 11:00

Kim Kardashian fór í vampíru meðferð árið 2013.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian fór í svokallaða „vampíru“ andlitsmeðferð í raunveruleikaþættinum Kourtney and Kim Take Miami árið 2013.

Vampíru andlitsmeðferðin felur í sér að blóð sjúklingsins er sogið úr húðinni, og sprautað aftur í húðina. Frekar róttækt og, að sögn Kim, mjög sársaukafull meðferð.

Eins og fyrr segir fór Kim í meðferðina 2013 og leyfði áhorfendum að fylgjast með. Í fyrra opnaði hún sig á vefsíðu sinni og sagðist sjá eftir því að hafa farið í meðferðina og hún ætli „aldrei“ að gera þetta aftur. Hún útskýrði að þetta var „mjög sársaukafullt og erfitt“ fyrir hana.

Skjáskot/YouTube.

 

Nú er hún að kæra Charles Runels og Cellular Medicine Association fyrir að nota hennar nafn og myndir af henni, án leyfis, til að auglýsa meðferðir svipuðum vampíru andlitsmeðferðarinnar. E! News greinir frá.

Charles Runels er læknir í Alabama og lýsir sér sjálfum sem „Fullnægingar lækninum“ (e. Orgasm Doctor) eða „Calvin Klein læknisfræðinnar“ (e. Calvin Klein of Medicine).

Þó svo að Kim og Kourtney gengust báðar undir þessa meðferð, þá var það fyrir mörgum árum og þær „gáfu aldrei leyfi fyrir að nafn þeirra yrði notað í tengslum við meðferðina.“

„Eftir að hafa kannað þetta nánar var Kim skelfingu lostin þegar hún sá að nafn hennar og myndir af henni voru út um allt á vefsíðu Charles, www.vampirefacial.com.“

„Þegar Ms. Kardashian hafði samband við Charles Runels og lögfræðing hans og heimtaði að hann myndi hætta að nota nafn hennar og líkindi hennar (e. likeness) án hennar samþykkis, þá ekki aðeins neitaði hann að taka niður myndirnar af henni og vísanir í hana, hann hafði kjarkinn í að heimta að hún myndi borga honum,“ kemur fram í málsgögnum.

Læknirinn hefur birt bloggfærslu um málið á vefsíðu sinni. Hann sagði einnig við E! News að „nafnið vampíru andlitsmeðferð, það er mín eign“ og bætti við að Kim notaði nafnið í sjónvarpinu án hans leyfis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Vanessa Hudgens gagnrýnd fyrir að gera lítið úr COVID-19: „Fólk mun deyja, sem er hræðilegt en óhjákvæmilegt“

Vanessa Hudgens gagnrýnd fyrir að gera lítið úr COVID-19: „Fólk mun deyja, sem er hræðilegt en óhjákvæmilegt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Finnur er kominn með nóg: „Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist“

Finnur er kominn með nóg: „Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjartnæmt augnablik vekur athygli – Sonur heimsækir föður sinn á tímum COVID-19

Hjartnæmt augnablik vekur athygli – Sonur heimsækir föður sinn á tímum COVID-19
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldur sleikti klósettsetu í flugvél og gerði allt vitlaust: „Kórónuveiru-áskorunin“

Áhrifavaldur sleikti klósettsetu í flugvél og gerði allt vitlaust: „Kórónuveiru-áskorunin“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.