fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Bleikt

Cardi B útskýrir af hverju hún var áfram með Offset eftir að hann hélt framhjá

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. desember 2019 08:31

Cardi B og Offset.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að rappararnir Cardi B og Offset hafa átt sín vandamál. Hjónin gengu í það heilaga í september 2017 og eiga saman dótturina Kulture Kiari Cephus sem er 17 mánaða gömul.

Fimm mánuðum eftir að Kulture kom í heiminn, desember 2018, tilkynnti Cardi B að hjónin væru ekki lengur saman. Þegar það var í gangi grátbað Offset hana opinberlega að fyrirgefa sér og viðurkenndi að hafa haldið framhjá henni.

Í byrjun árs 2019 tók parið aftur saman og hafa verið saman síðan þá.

Nú, heilu ári eftir sambandsslitin, ræðir Cardi B um ákvörðun sína að taka aftur saman með Offset og fyrirgefa honum. Hún gerir það í janúarblaði Vogue 2020.

„Þegar ég og eiginmaður minn lentum í vandræðum – þú veist, hann hélt framhjá og allt það – þá ákvað ég að vera áfram með honum og vinna í gegnum þetta með honum. Fullt af fólki var svo reitt út í mig; mörgum konum fannst þær verða fyrir vonbrigðum,“ segir Cardi B í viðtalinu í Vogue.

„En þetta eru raunverulegar aðstæður. Ef þú elskar einhvern og hættir að vera með þeim, þá verðurðu þunglynd og samfélagsmiðlar eru að segja þér að tala ekki við þann aðila því hann hélt framhjá, en þú ert ekki hamingjusöm fyrr en þið ræðið saman. Síðan, ef þið byrjið aftur saman þá er alveg, hvernig gastu gert þetta? Þú ollir okkur öllum vonbrigðum. Fólk sem er í hjónabandi í mörg ár, þau segja þar til dauðinn aðskilur okkur, þau eru ekki að tala um lítil rifrildi eins og ef þú skilur eftir ísskápinn opinn. Það er verið að tala um allt.“

Cardi B segir að allir á samfélagsmiðlum láta eins og sambandið þeirra sé fullkomið. „Allir glíma við vandamál,“ segir hún.

„Ég trúi á fyrirgefningu. Ég bað fyrir henni. Ég og eiginmaður minn, við báðum fyrir henni. Við fengum presta til að koma til okkar. Og við komumst að niðurstöðu, alveg ókei þetta erum við á móti heiminum. Hann stendur alltaf við bakið á mér. Ég stend alltaf við bakið á honum, þannig þegar þú heldur framhjá, þá ertu að svíkja manneskjuna sem er alltaf til staðar fyrir þig. Af hverju mundirðu gera það? Við höfum komist að skýrri niðurstöðu. Fyrir mig er einkvæni eina leiðin. Ég lem þig í klessu ef þú heldur framhjá mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.