fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar: Eftir mikið „þurrkatímabil“ falla vonbiðlar að fótum einhleypra

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 1. desember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 1. – 7. desember

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Ekki loka þig inni og giftast vinnunni þinni. Það er mjög mikilvægt að þú farir út á meðal fólks í desember – mætir í vinnustaðapartí og blandir geði við aðra. Þú ert nefnilega rosalega fær í því sem þú vinnur við. Það eina sem vantar er félagsskapur og traustir félagar þegar þú þarft á hjálp að halda við að leysa erfið verkefni. Það er ekki skömm að leita sér aðstoðar.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú hefur farið með veggjum undanfarið, en alls ekkert á neikvæðan hátt. Þú ert bara ekki í skapi fyrir fólk og það er allt í lagi. Nú er aðventan byrjuð og þá kviknar á jólaperunum í hausnum á þér og þig langar að láta bera meira á þér. Þú lendir í einhverju stórkostlegu ævintýri í lok vikunnar sem gerir lífið aðeins skemmtilegra.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Hvað er í gangi hjá tvíburanum? Það er annaðhvort eða þessa dagana, eins og tvíburans er von og vísa. Eftir mikið „þurrkatímabil“ falla vonbiðlar að fótum einhleypra tvíbura. Þú skalt samt vara þig á því. Það er stundum gott að eiga tímabil með sjálfum sér – án allra ástartilfinninga og ábyrgðar. Þú skalt reyna að njóta þess í botn.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú ert svo mikið jólabarn og þú getur ekki beðið eftir að eyða aðventunni í jólastuði og gleði. Þú ert auðvitað búin/n að skipuleggja hvaða jólamyndir þú ætlar að horfa á, hvernig þú ætlar að skreyta og hvaða sortir þú ætlar að baka. Svo ferðu bara alla leið í jólabrjálæðið. Það góða við þig, elsku krabbi, er að þú missir samt aldrei sjónar á því hvað er mikilvægast í lífinu og um jólin – kærleikurinn.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú dettur í gírinn þar sem þú setur þig í fyrsta sæti. Þú tekur þér nokkra verðskuldaða frídaga fyrir sjálfa/n þig, ferð í ræktina eða gerir æfingar heima í stofu, ferð í klippingu, jafnvel dekur og leyfir þér aðeins að vera þú sjálf/ur. Þetta er yndislegur tími og þú mátt ekki fá samviskubit yfir þínum nánustu – þeir lifa alveg af þótt þú hugsir meira um þig sjálfa/n.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Þú hefur verið að reyna að sannfæra sjálfa/n þig um hvað eigi að gera varðandi tiltekið mál. Þú veist samt innst inni hvað þarf að gera. Það þarf að taka erfiða ákvörðun sem hefur áhrif á allt líf þitt og fjölskyldu. Stundum er sannleikurinn sár og stundum þarf að sleppa til að fólk geti blómstrað. Hafðu það hugfast og ekki fá samviskubit.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Fjölskyldulífið blómstrar hreinlega hjá voginni. Þú ert í miklum skreytingargír og vilt koma heimilinu þínu í fallegt lag fyrir jólin. Það er svo margt að bærast um í huga þér og stundum færðu of margar hugmyndir um hvernig þú getur fegrað þitt nærumhverfi. Þá er best að anda djúpt, velja það sem er mikilvægast og takast á við það svo þér fallist ekki hendur.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú ferð á einhvern stórskemmtilegan viðburð í vikunni og þar kynnist þú manneskju sem virðist við fyrstu sýn vera eins og sálufélagi þinn. Þú skalt samt fara varlega í að treysta fólki frá fyrstu stundu – það getur stundum endað illa. Og hugsanlega er þessi manneskja ekki öll sem hún sýnist, þótt hún meini kannski vel.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Ástin er allsráðandi hjá bogmanninum. Þú ert nýbúin/n að losa þig við manneskju úr þínu lífi sem var ekki að gefa þér það sem þú þarft. Bráðum kynnist þú annarri manneskju sem veitir þér ofboðslega mikla lífsfyllingu og þú kynnist ást sem þú hélst að væri bara til í bíómyndum. Í stuttu máli – næstu vikur verða stórkostlegar!

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Það er rosalega mikill hávaði í kringum þig, þótt þú hækkir sjaldnast rödd þína. Þú heldur þínu jafnaðargeði í lífsins ólgusjó og nærð að taka við alls kyns vandamálum frá fólki án þess að taka þau inn á þig. Þetta er hæfileiki sem margir öfunda þig af. Þú ert sterkur einstaklingur sem er ekki hægt að brjóta.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú þarft aðeins að slaka á neikvæðninni. Þú ættir bara að setja á þig rósrauðu gleraugun og sjá heiminn í nýju ljósi í staðinn fyrir að vera síröflandi. Jólin reynast þér oft erfið og þú sérð allt sem gæti farið úrskeiðis eða einblínir á allan peninginn sem þú átt ekki. Hættu því strax í dag og finndu möguleika sem henta þér.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Einhleypir fiskar eru afar kærulausir í ástamálunum og kannski tími til kominn til að sleppa sér aðeins. Þú tekur deitlífið alla leið og gefur alls kyns fólki séns á Tinder eða í raunheimi, sem þú hefðir annars horft framhjá. Viti menn – þetta leiðir til góðs en mundu að þetta tímabil er tímabundið. Þú vilt ekki vera kærulaus að eilífu.

Afmælisbörn vikunnar

1. desember – Sigurður Ragnar Eyjólfsson knattspyrnuþjálfari, 46 ára
2. desember – Logi Bergmann sjónvarpsstjarna, 53 ára
2. desember – Júlíus Kemp kvikmyndagerðarmaður, 52 ára
3. desember – Kristján Hjálmarsson gleðigjafi, 44 ára
5. desember – Kjartan Magnússon stjórnmálamaður, 52 ára
6. desember – Hildur Yeoman fatahönnuður, 36 ára
7. desember – Tobba Marinós athafnakona, 35 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.