Föstudagur 17.janúar 2020
Bleikt

Kylie Jenner og Drake stinga saman nefjum

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 08:19

Kylie og Drake.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kylie Jenner og tónlistarmaðurinn Drake eru byrjuð að stinga saman nefjum samkvæmt heimildum Us Weekly.

„Vinátta Kylie og Drake hefur tekið rómantíska stefnu,“ segir heimildarmaður blaðsins. „Þau létu vel af hvort öðru í Hrekkjavökuteitinu hans og voru greinilega þar saman. Þau hafa verið að stinga saman nefjum. Hann kom einnig í afmæli Kendall [Jenner],“ bætir heimildarmaðurinn við, en Kendall er systir Kylie.

Us Weekly hefur áður sagt af því fréttir að hugsanlega væru Kylie og Drake byrjuð saman eftir að þau döðruðu mikið í afmæli hans í Los Angeles í október. Hvorki Drake né Kylie hefur staðfest að þau séu par.

Kylie hætti með kærasta sínum til tveggja ára, Travis Scott, í byrjun október. Þau eiga saman dótturina Stormi sem er 21 mánaða gömul. Kylie tísti rétt eftir sambandsslitin og sagði þau Travis skilja í mestu vinsemd.

Drake hefur deitað konur á borð við Rihönnu og Jennifer Lopez og á tveggja ára gamlan son, Adonis, með Sophie Brussaux, fyrrverandi klámstjörnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Aldurinn þegar við erum óhamingjusömust

Aldurinn þegar við erum óhamingjusömust

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.