fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Íslensk kona segir frá – Neydd til að búa áfram hjá stjúpföður sínum eftir að hann misnotaði hana kynferðislega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 18:55

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka sem kærði stjúpföður sinn fyrir kynferðislega misnotkun þegar hún var 12 ára var neydd til að búa áfram á heimili níðingsins eftir að málið kom upp. Rannsókn lögreglu leiddi ekki til ákæru en í barnaverndarkerfinu var viðurkennt að stúlkan hefði orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Þetta kemur fram í fréttum Stöðvar 2.

Stúlkan er fullorðin kona í dag og ræddi um mál sitt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún lýsir sér sem barni sem kerfið hafi gjörsamlega brugðist. Áður en hún kærði ofbeldið 12 ára hafði verið almenn vitneskja um málið í meira en ár. Hún hafði sagt móður sinni, greint frá þessu í skólanum og félagsmiðstöðvum – þetta var orðið vitneskja í fjölskyldunni og félagslega kerfið var komið í málið.

„En einhvern veginn gerði enginn neitt,“ segir konan í viðtali við Stöð 2.

Þegar konan kærði hún málið flýði hún heimili sitt og fór í Kvennaathvarfið. Kvennaathvarfið hafði samband við barnaverndarnefnd sem tók við málinu og þaðan fór það til lögreglu.

„Það fór í gegnum ferli hjá lögreglunni og var síðan fellt niður vegna ónógra sönnunargagna,“ segir konan. Segir hún að flest mál endi þannig.

En hvers vegna var hún neydd til að umgangast áfram stjúpföður sinn?

Barnaverndarnefnd fór fram á að maðurinn myndi yfirgefa heimilið en því var neitað. „Þau vildu ekki að hann yfigæfi heimilið og þar með var ég bara látin búa þarna áfram.“

Ofbeldið og það það hvernig tekið var á því hefur markað djúp spor í ævi konunnar:

„Þetta hefur verið rauði þráðurinn í gegnum líf mitt. Ég hef aldrei getað fótað mig á vinnumarkaði. Ég hef engin mörk, það er búið að valta svo oft yfir mörkin mín. Ég efast svo mikið um sjálfa mig, ég er með fjöláfallastreitu, ég er með vefjagigt og fæ ofsalega lítinn stuðning hjá öllu kerfinu á Íslandi til að vinna úr þessu.“

Fljótlega eftir að mál hennar var fellt niður leiddist hún út í fíkniefnaneyslu: „Ég fann að enginn ætlaði að grípa mig svo ég fór í neyslu og spilaði mig þannig út af heimilinu.“

Konan segir að mikilvægt sé að samfélagið taki samtalið um hvernig bregðast eigi við þegar svona ofbeldi komi upp í fjölskyldum. Það þurfi að vera til staðar neyðarteymi sem sinni allri fjölskyldunni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.