Laugardagur 28.mars 2020
Bleikt

Lesið í tarot Kristjáns Þórs: Ekki sætt í embætti – Ráðherradagarnir taldir

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 24. nóvember 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherjamálið hefur verið á allra vörum undanfarið og hafa einhverjir efast um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna ríkrar tengingar við fyrirtækið Samherja og forstjóra þess, Þorstein Má Baldvinsson. DV ákvað að leggja tarotspil fyrir Kristján Þór, en lesendur DV geta dregið sín eigin tarotspil á vef DV.

Ekki lofa upp í ermina

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá ráðherranum er 10 stafir. Það spil túlkar ástandið eins og það er núna. Það er mikill erill í lífi ráðherrans og standa á honum öll spjót, spjót sem hann hefur að einhverju leyti brýnt oddinn á sjálfur. Honum er ekki sætt í sínu embætti í núverandi mynd, það er ekki flóknara en svo. Samstarfsmenn hans benda honum á þetta og verður hann tilneyddur til að fela þeim sum af verkefnunum sem hann getur ekki haft á sínu borði. Svo er gott fyrir Kristján Þór að hafa í huga í framtíðinni að lofa ekki upp í ermina á sér og taka að sér verkefni sem hann veit að geta komið honum í klandur.

Fetar nýja braut

Næsta spil er Heimurinn. Það táknar þann tíma sem kemur þegar að Samherjamálinu er lokið. Kristján Þór skilur sáttur við sitt embætti og nær að ljúka sinni embættistíð með sóma. Við það að horfast í augu við sannleikann og sjálfan sig finnur hann fyrir áður óþekktu jafnvægi innra með sér. Þetta jafnvægi eykur gleði og ánægju í hans lífi. Vegna mikillar reynslu og hagstæðs flokks verður Kristján Þór ekki lengi að finna sér nýjan vettvang og hrynja tækifærin nánast yfir hann. Nýr kafli hefst þar sem ráðherrann lærir mikilvæga lexíu af reynslu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Flutningar

Síðasta spilið er Breytingar. Það er áframhald að fyrra spili og táknar þann umbrotatíma sem verður þegar Samherjamálinu lýkur. Það er ekki aðeins að Kristján Þór leiti á nýjan starfsvettvang heldur verða miklar og stórar breytingar í hans einkalífi. Kæmi spákonu DV ekki á óvart ef hann flytti á annan stað, jafnvel úr landi, þegar ráðuneytisdagarnir eru taldir. Þessar breytingar munu gera honum gott og reyna á aðlögunarhæfni hans, sem er afar mikil. Kristján Þór gerir upp fortíðina og fagnar framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Vanessa Hudgens gagnrýnd fyrir að gera lítið úr COVID-19: „Fólk mun deyja, sem er hræðilegt en óhjákvæmilegt“

Vanessa Hudgens gagnrýnd fyrir að gera lítið úr COVID-19: „Fólk mun deyja, sem er hræðilegt en óhjákvæmilegt“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Finnur er kominn með nóg: „Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist“

Finnur er kominn með nóg: „Þetta er samfélagsmein sem kostar tíma og veldur mörgum sálarangist“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hjartnæmt augnablik vekur athygli – Sonur heimsækir föður sinn á tímum COVID-19

Hjartnæmt augnablik vekur athygli – Sonur heimsækir föður sinn á tímum COVID-19
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldur sleikti klósettsetu í flugvél og gerði allt vitlaust: „Kórónuveiru-áskorunin“

Áhrifavaldur sleikti klósettsetu í flugvél og gerði allt vitlaust: „Kórónuveiru-áskorunin“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.