fbpx
Föstudagur 07.ágúst 2020
Bleikt

Segir kynlífið frábært þrátt fyrir 40 ára aldursmun: „Það verður bara betra“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victoria Wynn er 31 árs og er gift Len Wynn, sem er 71 árs. Hún segir að þrátt fyrir 40 ára aldursmun sé kynlíf þeirra hjóna „frábært.“  Parið var harðlega gagnrýnt fyrir að hafa trúlofað sig eftir aðeins mánaðarsamband. Þegar þau ganga saman úti á götu fá þau ljót augnaráð og hefur Victoria verið kölluð gullgrafari (e. gold digger). News.au greinir frá.

Victoria og Lynn gengu í það heilaga fyrir tveimur árum. „Þegar Len bað um hönd mína eftir fjögurra vikna samband, þá hafði ég engar efasemdir að ég vildi að hann yrði minn að eilífu. Len er kannski eldri maður, en enginn hefur nokkurn tíma látið mér líða eins sérstakri og hann. Ég gæti ekki verið hamingjusamari og kynlífið okkar verður bara betra.“

Hún segir að aldursmunurinn trufli hana ekki neitt og sé bara „kjánaleg tala.“

Hélt hann væri afi vinkonu sinnar

Victoria og Len kynntust í mars 2011 á pöbb í heimabæ þeirra.

„Ég var að fá mér í glas með vinkonu minni þegar hún vinkaði Len. Þegar ég tók eftir gráa hári hans og hrukkóttu augum hans, þá hélt ég að hann væri afi hennar. En hann var frændi hennar. Við Len byrjuðum að spjalla og ég áttaði mig á því að mér leið vel með honum,“ segir Victoria.

Hún hafði nýlega gengið í gegnum erfið sambandslit og sagði Len frá því að hún bjó ennþá með fyrrverandi kærasta sínum.

Á þrjú börn á fertugsaldri

Daginn eftir hittust þau í kaffi. „Ég gat ekki annað en tekið eftir hrukkunum á kinnunum hans. Len sagði mér að hann væri 63 ára, og ég áttaði mig á því að hann væri 40 árum eldri en ég. En mér var alveg sama, það var gott að hafa einhvern til að tala við.“

Len hefur verið giftur áður og á þrjú börn sem eru öll á fertugsaldri. En það truflaði ekki Victoriu. Þremur vikum eftir að þau kynntust bauð Len henni að gista í aukaherberginu hjá sér.

„Ég flutti strax inn. Hann eldaði fyrir mig og við horfðum á kvikmyndir saman. Ég áttaði mig fljótlega á því að ég bæri tilfinningar til hans. En ég vissi að það myndi aldrei gerast þar sem Len var mikið eldri en ég. En ég gat ekki hætt að hugsa um hann,“ segir Victoria.

Ekki eins og að kyssa gamlan mann

Mánuði seinna ákvað hún að segja honum hvernig henni leið. „Len sagðist elska mig og allt í einu vorum við að kyssast. Mér leið ekki eins og ég væri í sleik við einhvern gamlan mann, þetta var rétt. Næsta dag vaknaði ég í rúminu hans og hef sofið þar allar nætur síðan.“

Eftir fjögurra vikna samband fór Len á skeljarnar og þau giftust sex árum seinna. En lífið hefur ekki verið alltaf dans á rósum.

Hjónin hafa upplifað mikla gagnrýni á samband þeirra. Það er oft horft á þau skringilega á götu úti. Eitt skiptið heyrði Victoria konu hvísla: „Hún er greinilega gullgrafari.“

„Ég og Len erum að sanna fyrir öllum sem efuðust um okkur að þeir höfðu rangt fyrir sér,“ segir Victoria. Hún hins vegar áttar sig á því að Len á ekki jafn langt eftir af lífinu og hún.

„Ég kann að meta hvern einasta dag með honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar

Stjörnurnar hafa það huggulegt í Hamptons – Sjáðu glæsivillurnar
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur

Spáð í stjörnurnar: Lesið í tarot Sunnevu Einarsdóttur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér

Stjörnuspá vikunnar: Svona verður verslunarmannahelgin hjá þér
Bleikt
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum

Vilhjálmur Bretaprins er ekki að kveikja í kynbræðrum sínum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist stunda kynlíf með draug

Segist stunda kynlíf með draug
Bleikt
Fyrir 1 viku

Drake er í suddalegu formi – ber að ofan á Barbados

Drake er í suddalegu formi – ber að ofan á Barbados
Bleikt
Fyrir 1 viku

Heimahárlitun er nýjasta tómstundargaman stjarnanna – Kandífloss og My Little Pony!

Heimahárlitun er nýjasta tómstundargaman stjarnanna – Kandífloss og My Little Pony!

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.