fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Bleikt

Konur hafa ekki áhuga á mér því ég hef sofið hjá yfir 100 vændiskonum – Mig langar svo í kærustu

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög örvæntingarfullur karlmaður leitar til Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Vandamálið er að konur hafa ekki áhuga á honum eftir að hafa komist að því að hann hefur sofið hjá yfir hundrað vændiskonum.

„Kæra Deidre, mig langar svo í kærustu. En hver vill giftast mér þegar ég hef sofið hjá meira en hundrað vændiskonum? Síðast svaf ég hjá einni bara í gær. Ég vildi óska þess að ég gæti hætt því en ég get ekki staðist löngunina,“ segir karlmaðurinn.

„Ég er 34 ára og glími við kynlífsfíkn. Ég hef átt eina kærustu og það var þegar ég var í háskóla. Við vorum saman í sex vikur og þegar hún hætti með mér sagði hún allt þetta venjulega kjaftæði „þetta er ekki þú, heldur ég.“ Þetta alveg stútaði sjálfstrausti mínu.“

Maðurinn byrjaði að vinna í tryggingum eftir háskóla. Einn af samstarfsfélögum hans vissi að það væru mörg ár síðan hann stundaði síðast kynlíf.

„Hann lét mig fá kort sem auglýsti þjónustu taílenskrar nuddstofu sem lofaði „hamingjusömum endalokum.“ Ég fór þangað og þegar mér var boðið kynlíf gegn greiðslu. Eftir það varð ég háður,“ segir maðurinn.

„Ég byrjaði þá að fara í „nudd“ einu sinni í viku og hugsaði: „Ég þarf ekki kærustu, þetta er auðvelt.“ Ef mér var boðið í kvöldmat þá tók ég fylgdarkonu með mér sem deitið mitt. Ég borgaði alltaf fyrir kynlíf í lokin ef það stóð til boða. Ætli það hafi ekki brenglað væntingar mínar.

Fyrir nokkrum vikum síðan bauð ég konu, sem ég kynntist í gegnum vinnuna, á stefnumót. Hún er 31 árs, indæl og áhugaverð. Kvöldmaturinn var frábær og ég bauð henni að koma heim til mín eftir kvöldmat. Hún vissi eftir hverju ég væri að sækjast og var brjáluð. Hún sagðist vera fáguð kona. Það var augljóst að það yrðu ekki „hamingjusöm endalok“ í þetta skiptið.

Þegar hún róaði sig spurði hún mig af hverju ég ætti ekki kærustu. Ég útskýrði að mér þætti hefðbundin sambönd erfið. Ég sagði: „Ef ég fer á stefnumót með einhverjum, þá finnst mér ég berskjaldaður.“

Hún sagði að ég ætti ekki að láta svona og það væri einhver þarna úti fyrir alla. Hún bað mig um að vera hreinskilinn og var skelfingu lostinn þegar ég sagði henni hversu mörgum vændiskonum ég væri búinn að sofa hjá. Hún stakk upp á því að ég myndi fara til ráðgjafa. Ég held að ég sé byrjaður að skilja undirrót kynlífsþarfar minnar.

Ef ég finn einhverja sérstaka, ætti ég að segja henni frá fortíð minni?“

Deidre segir:

„Kannski ekki á fyrsta stefnumóti. Fyrst þarftu að fara í ráðgjöf eða sálfræðimeðferð eins og konan benti á. Það gæti hjálpað þér að skilja af hverju fyrstu sambandsslit þín höfðu svona mikil áhrif á þig. Ég veit þú heldur að þú sért byrjaður að skilja þetta sjálfur, en þú getur ekki verið eigin sálfræðingur.

Hugsanlega nær þetta eitthvað dýpra, eins og til dæmis varstu vitni að sambandsslitum foreldra þinna, og þú þarft atvinnuhjálp til að komast yfir það,“ segir hún.

„Þegar þú hefur fundið þessa sérstöku konu og þið treystið hvort öðru, þá mun það ekki skipta hana máli ef þú segir henni að þú hefur farið í meðferð fyrir kynlífsfíkn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“

Dóttir Michael Jackson ræðir kynhneigð sína í heimildarþætti – „Pabbi skildi mig“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar
Bleikt
Fyrir 1 viku

Fór úr því að þéna smápeninga í að fá milljónir á mánuði

Fór úr því að þéna smápeninga í að fá milljónir á mánuði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.