Mánudagur 18.nóvember 2019
Bleikt

Bryndís fór ekki í bað í þrjár vikur: „Ég þráði bara að deyja en vildi nú ekki stúta mér“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 9. október 2019 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryndís Steinunn DeLavega segist í viðtali við Hringbraut hafa þráð að deyja vegna þess ofbeldis sem hún var beit á heimili sínu sem barn. Hún segir ofbeldið hafa verið líkamlegt, andlegt og kynferðislegt. Hún segir þetta hafa litað líf hennar.

„Það er svo margt sem kemur eftir á sem fólk veit ekki um eins og skrítnar tilfinningar og hugsanir sem margir halda að séu óeðlilegar og þora ekki að tala um. Að geta hjálpað öðrum með því að skrifa um þetta gerir ótrúlega mikið og er kraftaverk á gömul sár. Ég vil líka minna á að stundum líður manni vel og það er í lagi og stundum líður manni illa og það má líka,“ segir Bryndís.

Hún segist ávallt hafa tekið heiminum með bros á vör, en einmitt þannig mun margir eftir henni í gamansömu atviki sem rataði í fjölmiðla í fyrra. Þá ruglaðist hún og taldi Vegaborgara Olís vera vegan. „Ég kem frá heimili þar sem ofbeldi var mikið, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt en svarið við öllu var „Brostu og vertu sæt þá er ekkert að“. Ég hef lifað lífinu eftir þessu mottói ásamt því að bíta í jaxlinn og halda bara áfram,“ segir hún.

Það var árið 2010 sem Bryndís brotnaði niður. „Gríman virkaði ekki lengur. Systir mín lá fyrir dauðanum og mér fannst allt vera að hrynja. Ég var lögð inn á Reykjalund þar sem ég var greind með mjög alvarlega geðlægð og ofsakvíða. Ég fékk mikla hjálp þar sem ég var byggð upp andlega. Ég hef fallið oft niður og í byrjun þessa árs féll ég djúpt í svartnættið þar sem ég varð alveg sinnulaus, gat ekki hugsað um barn eða heimili, eldaði ekki og í 3 vikur fór ég ekki einu sinni í bað,“ segir Bryndís.

Hún segist hafa þráð að deyja. „Áfallastreituröskunin hjá mér mældist jafn há og hjá flóttamönnum nýkomnum frá Sýrlandi. Farið var með mig uppá geðdeild en þaðan labbaði ég út enn niðurbrotnari, 5000 krónum fátækari eftir að fá að vita að þar sem ég þráði bara að deyja en vildi nú ekki stúta mér sjálf þá væri ekki mikið að.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Svona búa Samherjar

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Fitness fyrirsæta háð því að stækka lærvöðva sína: „Ég tek stera og er djúprödduð“

Fitness fyrirsæta háð því að stækka lærvöðva sína: „Ég tek stera og er djúprödduð“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Blómey Ósk lét drauminn rætast: Ár á milli mynda – Svona fór hún að þessu

Blómey Ósk lét drauminn rætast: Ár á milli mynda – Svona fór hún að þessu
Bleikt
Fyrir 5 dögum

People hefur valið kynþokkafyllsta karlmann heims 2019

People hefur valið kynþokkafyllsta karlmann heims 2019
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ljóstrar upp leyndarmáli í Buckingham-höll – Drottningin notar áfengi á undarlegan hátt

Ljóstrar upp leyndarmáli í Buckingham-höll – Drottningin notar áfengi á undarlegan hátt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Þú ætlar svo sannarlega að endurstilla ástalífið þitt

Stjörnuspá vikunnar: Þú ætlar svo sannarlega að endurstilla ástalífið þitt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Leynikærustu Whitney Houston fannst sárt að sjá Whitney gifta sig – „Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi“

Leynikærustu Whitney Houston fannst sárt að sjá Whitney gifta sig – „Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Er þetta versta pikköpp lína í heimi? – „Hey, varstu búin að heyra um afa minn?“

Er þetta versta pikköpp lína í heimi? – „Hey, varstu búin að heyra um afa minn?“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ellen sýnir atriðin sem voru of „æsandi“ fyrir sjónvarp

Ellen sýnir atriðin sem voru of „æsandi“ fyrir sjónvarp

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.