Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Bleikt

Ég stunda reglulega kynlíf með besta vini mínum og konunni hans – Nú er ég kominn í klemmu

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 30. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef stundað kynlíf með besta vini mínum og eiginkonu hans reglulega að undanförnu. Ég nýt þess mjög meðan það endist en eftir á fæ ég mikið samviskubit.“

Svona hefst bréf sem 28 ára einstæður karlmaður skrifaði Deidre Sanders, sambands- og kynlífsráðgjafa breska blaðsins The Sun. Í bréfi mannsins kemur fram að maðurinn hafi upplifað kynlífsþurrð undanfarin misseri eftir sambandsslit fyrir tæpu ári.

„Besti vinur minn frá skólaárunum hefur verið kvæntur í fjögur ár. Hann og eiginkona hans eru 27 ára. Um daginn hittumst við vinirnir á barnum þegar talið barst að fatapóker. Félagar mínir sögðust hafa spilað fatapóker og haft gaman að. Þá nefndi vinur minn að hann hefði spilað fatapóker með eiginkonu sinni en það hefði verið leiðinlegt þar sem þau hefðu bara verið tvö saman.“

Maðurinn segir svo að um það bil viku síðar hafi vinurinn og eiginkona hans boðið honum í mat.

„Konan hans var í mjög kynþokkafullum kjól. Við fengum okkur að borða og drukkum mikið. Vinur minn stakk upp á því að við þrjú myndum spila fatapóker og mér fannst það frábær hugmynd. Við drukkum meðan við spiluðum og fljótlega varð augljóst að eiginkona hans reyndi að tapa viljandi. Við hlógum en á endanum varð hún kviknakin.“

Eitt leiddi svo að öðru og segir maðurinn að áður en langt um leið hafi eiginkona vinarins kysst hann.

„Vinur minn stakk upp á því að við færum inn í svefnherbergi og þar stunduðum við þrjú æðislegt kynlíf. Eftir að þessu lauk baðst ég afsökunar og sagðist aldrei hafa gert neitt þessu líkt áður. Þau sögðu að óþarfi væri að biðjast afsökunar, þetta hefði verið frábært og þau sögðust vilja gera þetta aftur. Síðan þá hefur þetta gerst reglulega og eiginlega um hverja helgi – alltaf þegar við erum búin að drekka áfengi. Ég myndi aldrei gera þetta ef ég væri ekki drukkinn en þegar rennur af mér fæ ég samviskubit og mér líður illa. Ég velti því fyrir mér hvort þau séu að nota mig.“

Deidre svarar vangaveltum mannsins á þá leið að hann verði að gera upp við sig hvort hann vilji halda þessu áfram.

„Þú ert fullorðinn einstaklingur og kynlíf með samþykki er ekki ólöglegt. En það er augljóst að þau eru að nota þig til að uppfylla eigin fantasíu. Þetta snýst ekki um þig og til lengri tíma litið mun þetta ekki gera þér neitt gagn. Þú ert þegar með samviskubit og það er ágætt að nefna það að kynlíf er aldrei 100% öruggt hvað kynsjúkdóma og mögulega þungun varðar. Kynlíf, bara til að stunda kynlíf, verður líka leiðinlegt til lengri tíma litið þegar áfengi er haft við hönd. Þú getur endurheimt sjálfstraustið þitt með því að segja þeim að þú viljir ekki taka þátt í kynlífi með þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Leynikærustu Whitney Houston fannst sárt að sjá Whitney gifta sig – „Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi“

Leynikærustu Whitney Houston fannst sárt að sjá Whitney gifta sig – „Tilfinningarnar voru yfirþyrmandi“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Kanye West vill skipta um nafn – Þetta vill hann heita

Kanye West vill skipta um nafn – Þetta vill hann heita
Bleikt
Fyrir 1 viku

Íslensk stúlka varð fyrir grófu ofbeldi – Svo fékk hún þessi skilaboð

Íslensk stúlka varð fyrir grófu ofbeldi – Svo fékk hún þessi skilaboð
Bleikt
Fyrir 1 viku

Áhrifavaldur sem birtir djarfar myndir er hræddur við að birta mynd af þessum líkamsparti

Áhrifavaldur sem birtir djarfar myndir er hræddur við að birta mynd af þessum líkamsparti

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.