Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Bleikt

Svona tókst Margréti Gnarr að byrja aftur á blæðingum eftir tveggja ára pásu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 3. október 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn og fitnessdrottningin Margrét Gnarr segir frá því hvernig henni tókst að byrja aftur á blæðingum eftir að hafa ekki fengið tíðarhvörf í rúmlega tvö ár. Hún hætti að fara á blæðingar vegna þess að hún var að borða of lítið, æfa of mikið og vegna of mikillar streitu. Hún opnar sig um þetta í nýjasta YouTube myndbandi sínu.

Fyrir stuttu síðan byrjaði Margrét með YouTube-rás og hefur meðal annars sýnt hvernig hún æfir rassvöðvana og hvað hún borðar á venjulegum degi.

Margrét hætti að fá blæðingar í rúmlega tvö ár þegar hún var að æfa stíft fyrir bikiní fitness. Á sama tíma var hún að glíma við átröskun. Vorið 2018 ákvað hún að hætta að keppa í fitness og einbeita sér að bata. Fjórum mánuðum seinna byrjaði hún aftur á blæðingum.

Í mars á þessu ári opnaði Margrét sig í einlægu viðtali við DV og sagði hvernig átröskun hafði litað líf hennar frá fjórtán ára aldri.

Sjá einnig: Margrét Gnarr var komin með hjartsláttatruflanir vegna átröskunar: „Ég var orðin hrædd um líf mitt“

Margrét hefur verið í góðum bata í rúmlega ár og er nú ólétt af sínu fyrsta barni.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Við vorum kærastar – erum núna kærustur: „Ég man þegar ég sá píkuna mína í fyrsta skiptið“

Við vorum kærastar – erum núna kærustur: „Ég man þegar ég sá píkuna mína í fyrsta skiptið“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tom Felton bölvar öldrunarbreytingum í Draco búning

Tom Felton bölvar öldrunarbreytingum í Draco búning
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lesið í tarot Guðlaugs Þórs: Úr pólitík í einkageirann

Lesið í tarot Guðlaugs Þórs: Úr pólitík í einkageirann
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Móðir Magnúsar þakkaði kennaranum í jarðarför hans: „Þetta skipti hann máli“

Móðir Magnúsar þakkaði kennaranum í jarðarför hans: „Þetta skipti hann máli“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.