fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Sendi látnum föður sínum smáskilaboð daglega í fjögur ár – Einn daginn fékk hún svar

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 29. október 2019 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chastity Patterson, 23 ára kona í Newport í Arkansas í Bandaríkjunum, missti föður sinn fyrir fjórum árum. Dauði hans var Chastity mikið áfall enda voru þau náin og góðir vinir.

Fólk beitir ýmsum aðferðum til að takast á við sorgina sem fylgir því að missa náinn ástvin. Sú leið sem Chastity fór var að senda smáskilaboð daglega í símanúmerið sem faðir hennar var. Í þeim stiklaði hún á stóru um sitt daglega líf; sagði frá sigrum og ósigrum og hugsunum sínum.

Óhætt er að segja að Chastity hafi brugðið á dögunum þegar hún fékk skyndilega svar úr gamla símanúmeri föður síns. Þann dag hafði hún sent skilaboð þess efnis að nú væru fjögur ár liðin síðan faðir hennar lést. „Hæ pabbi. Þetta er ég. Morgundagurinn verður erfiður. Þá verða liðin fjögur ár síðan að þú fórst,“ sagði hún í langri færslu. Í henni minntist hún meðal annars á útskrift úr skóla og þá staðreynd að hún hafi haft betur í baráttunni við krabbamein.

Þó Chastity hafi ef til vill gert sér grein fyrir því að hún væri að senda skilaboðin út í tómið var raunin önnur því einhver hafði lesið umrædd skilaboð í langan tíma.

„Hæ elskan. Ég er ekki faðir þinn, en ég hef fengið skilaboðin þín undanfarin fjögur ár. Ég hlakka til að lesa skilaboðin þín á morgnana og uppfærslurnar á kvöldin. Ég heiti Brad og ég missti sjálfur dóttur mína í bílslysi í ágúst 2014. Skilaboðin þín hjálpuðu mér og héldu mér raunar á lífi. Þegar þú sendir mér skilaboð, þá veit ég að það eru skilaboð frá Guði. Mér þykir leiðinlegt að þú hafir misst náinn ástvin, en ég hef hlustað á þig í nokkur ár, séð þig stækka og ganga í gegnum meira en flestir. Mig hefur langað að senda þér skilaboð í nokkur ár en ekki haft það í mér því ég vildi ekki valda þér vonbrigðum. Þú ert ótrúleg kona og ég vildi að dóttir mín hefði orðið að þeirri konu sem þú ert. Takk fyrir skilaboðin, þú minnir mig á að Guð er til og það var ekki honum að kenna að dóttir mín var hrifsuð burt. Hann sendi þig til mín. Það verður allt í góðu lagi, þú leggur mikið á þig á hverjum degi og endurvarpar ljósinu sem Guð gaf þér. Ég er mjög stoltur af þér, ef þér líður betur að vita það.“

Chastity sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni og er óhætt að segja að færslan hafi vakið mikil viðbrögð. Nokkur hundruð þúsund manns hafa deilt færslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum

Bæjarstjóri útskýrir eigið vanhæfi eftir ásakanir um flótta undan erfiðum ákvörðunum
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.