fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Bleikt

Stjörnuspá vikunnar: Það geislar af þér sjarminn

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 27. október 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 27. október – 2. nóvember

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Þú býrð yfir daðurofurkröftum í þessari viku, og raun næstu vikur. Það geislar af þér sjarminn og þú nærð að heilla alla sem á vegi þínum verða. Einhleypir hrútar hafa samt engan áhuga á að gera meira með þessa krafta en að daðra á meðan lofaðir hrútar njóta þess út í ystu æsar að krydda samlífið.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Þú ættir að byrja vikuna á að ganga frá lausum endum og koma öllu í röð og reglu sem þú hefur látið sitja á hakanum. Þér á eftir að líða betur með að einfalda lífið og gott væri ef þú myndir líka taka til í kringum þig og henda, eða gefa allt það sem þú þarft ekki. Nægjusemi er lykill þinn að hugarró.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þú ert rosalega einbeitt/ur þessa vikuna. Þú ert búin/n að ganga í gegnum tímabil þar sem þú gerir bara rétt svo það sem er nóg og er búin/n að lalla í fyrsta gír alltof lengi. Nú er komið að þér að taka líf þitt til baka, fylla þig af orku með hreyfingu og góðu mataræði, og láta alla draumana rætast sem þú hélst að þú gætir aldrei gert.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Lofaðir krabbar ættu að finna fleiri tækifæri til að hækka hitastigið í svefnherberginu og finna nýjar leiðir til að koma makanum á óvart. Ef lífið í svefnherberginu er heilbrigt og gott smitast það út í hið daglega líf og þú fyllist áður óþekktu sjálfstrausti í samskiptum þínum við fjölskyldu, vini og vinnufélaga.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Þú ert voðalega þreytt/ur þessa dagana og hugsanlega ertu ekki að fá nægan svefn. Þú skalt setja það í forgang í þessari viku að koma þér í rútínu. Prófaðu að hafa fastan háttatíma og vakna á hverjum morgni á sama tíma. Þá hefurðu alltaf fastan punkt í tilverunni, alveg sama þótt óreiða ríki á öðrum sviðum.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Það er ákveðin breyting innra með þér. Þú nærð að sleppa lógík og skynseminni í smá stund og lætur tilfinningar og hjartað ráða för. Þú átt rétt á því og þú hefur líka gott af því að vera ekki svona smámunasöm/samur alltaf. Vittu til – þú gætir komið þér sjálfri/um á óvart með þessari hugarfarsbreytingu.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Þú ert metnaðarfullur einstaklingur að eðlisfari og þessa dagana veltir þú mikið fyrir þér hvernig þú ætlar að fara að því að ná öllum markmiðum þínum í ljósi breyttra aðstæðna heima fyrir og í vinnunni. Þú veist að þú þarft að fjármagna þessi markmið og því veitir það þér hugarró að setjast niður og gera plan um hvernig þú ætlar að haga þínum málum næstu vikurnar.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Það hefur verið einhver lægð yfir þér. Ekkert til að hafa áhyggjur af, en það er mikilvægt að þú komir þér upp úr þessari lægð hratt og örugglega svo þú náir að njóta lífsins til hins fyllsta. Þú færð uppljómun um hvað þig langar að taka þér fyrir hendur næst og ferð á fullt að reyna að komast að endatakmarkinu.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þú hefur lítinn áhuga á að vera mikið á meðal fólks næstu daga og vikur. Þig langar frekar að halda þig inni í kósígallanum og hjúfra þig undir teppi, enda orðið hreint út sagt skítkalt. Það er í góðu lagi að vera einn með sjálfum sér og mikil kúnst að kunna það. Þá kúnst kannt þú betur en flestir aðrir. Njóttu!

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Það hefur verið ótrúlega mikið að gera hjá þér síðasta mánuðinn og eitt verkefni tekur við af öðru, bæði í leik og starfi. Nú er hins vegar annríkinu að ljúka og þú ert í óðaönn að skipuleggja skemmtilegt frí þar sem þú endurhleður batteríin, hittir fólk á sama reki og þú og nærð að slaka almennilega á.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Í vinnunni er búið að vera mikið að gera hjá þér og þú hefur verið að vinna að verkefni sem gæti svo sannarlega komið þér á kortið. Nú styttist í lokahnykkinn og vittu til – þetta verkefni mun hafa svo góðar afleiðingar fyrir þig og koma þér á þann stað sem þig hefur alltaf dreymt um að vera á. Ekki gefast upp!

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Mér sýnist þú vera á höttunum eftir nýju húsnæði og ætlir jafnvel að stækka við þig. Slík ákvörðun krefst mikillar umhugsunar og þú þarft að vega og meta hve mikið þú ræður við. Þú vilt náttúrulega ekki demba þér í skuldasúpu með tilheyrandi áhyggjum. Taktu yfirvegaða ákvörðun, skoðaðu markaðinn og stattu föst/fastur á þínu.

Afmælisbörn vikunnar

27. október – Jóhann Berg Guðmundsson knattspyrnukappi, 29 ára
28. október – Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi alþingismaður, 47 ára
29. október – Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, 39 ára
30. október – Jón Jónsson tónlistarmaður, 34 ára
31. október – Sigríður Björk Bragadóttir, eigandi Salt eldhús, 59 ára
1. nóvember – Ólafur Þór Jóelsson fjölmiðlamaður, 47 ára
2. nóvember – Helga Rós V. Hannam búningahönnuður, 51 árs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“

Segir Ellen hafa hlegið þegar starfsmenn voru niðurlægðir – „Maður þurfti að fara með veggjum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar

„Ég stend með Ellen“ – Bróðir Ellen DeGeneres kemur systur sinni til varnar
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna

Sjáðu myndirnar – Stjörnubörnin sem snýtt voru úr nös – Tvífarar foreldra sinna
Bleikt
Fyrir 1 viku

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega

Jessica Simpson fyrirgaf konunni sem misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 1 viku

Segist stunda kynlíf með draug

Segist stunda kynlíf með draug
Bleikt
Fyrir 2 vikum

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Spáð í stjörnurnar – Lesið í Tarot Eivøru Pálsdóttur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.