fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Bleikt

Króli og Ragnhildur á vængjum ástarinnar – Svona eiga þau saman

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2019 10:30

Nýja parið. Samsett mynd: Skjáskot/Instagram @kiddioli @ragnxhildur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, sem er betur þekktur sem Króli, er kominn á fast með Ragnhildi Birtu Ásmundsdóttur, nema í samtímadansi í Listaháskóla Íslands. DV fannst því tilvalið að athuga hvernig þau eiga saman ef rýnt er í stjörnumerkin.

Ragnhildur er bogmaður og Króli er sporðdreki. Ef þessi tvö merki vilja að sambandið verði farsælt og langlíft þá verða þau að fara sér hægt, gefa sér tíma í að kynnast hvort öðru undir yfirborðinu. Ef þessi tími er ekki tekinn þá gætu þau hæglega farið fram úr sér og þá flosnar fljótt upp úr sambandinu. Þessi þolinmæði á fyrstu vikum sambandsins mun borga sig.

Bogmaðurinn þrífst á breytingum og er einstaklega jákvæður. Því gæti bogmanninum liðið óþægilega í byrjun ástarsambands ef sporðdrekinn er of ágengur og athyglisfrekur. Sporðdrekinn þarf því aðeins að tóna tilfinningar sínar niður þannig að hann geti náð einhvers konar millivegi með bogmanninum.

Bæði þessi merki eru ævintýragjörn og eru til í að kanna nýjar lendur, læra og þroskast. Það er í raun það sem gerir þau náin – þessi endalausa uppspretta nýrrar upplifunar sem þau deila. Þetta er samband sem er alltaf mjög lifandi og mikið í gangi í kringum þessi tvö merki. Bogmaðurinn gæti hins vegar átt erfitt með þrjósku sporðdrekans og sporðdrekanum finnst bogmaðurinn stundum of mikil kappsmanneskja. En eins og áður segir, þá gildir gullni meðalvegurinn í þessu sambandi sem bæði merki verða að reyna að finna.

Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir 
Fædd: 9. desember 1999
Bogmaður

-örlát
-góð kímnigáfa
-heiðvirð
-opinská
-lofar upp í ermina á sér
-óþolinmóð

Kristinn Óli Haraldsson
Fæddur: 2. nóvember 1999
Sporðdreki

-ráðagóður
-hugrakkur
-ástríðufullur
-þrjóskur
-á erfitt með að treysta
-dulur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konan sem gat aldrei verið eins – óteljandi andlit Khloe Kardashian

Konan sem gat aldrei verið eins – óteljandi andlit Khloe Kardashian
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sjáið tvífara Hollywoodstjarnanna – Líkindin eru ótrúleg

Sjáið tvífara Hollywoodstjarnanna – Líkindin eru ótrúleg
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hann er 21 árs og hún er 60 ára – „Hann er kannski áratugum yngri en hann er ekki óreyndur“

Hann er 21 árs og hún er 60 ára – „Hann er kannski áratugum yngri en hann er ekki óreyndur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ótrúlegar myndir sem sýna hvað heimurinn er fáránlegur

Ótrúlegar myndir sem sýna hvað heimurinn er fáránlegur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.