fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Bleikt

Lesið í tarot Eyþórs Arnalds: Ekki verður aftur snúið

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 26. október 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlutabréfaviðskipti Eyþórs Arnalds, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu hafa verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga og hafa einhverjir kallað viðskiptin „sýndarviðskipti“ og talið þau vafasöm. DV ákvað því að lesa í tarotspil borgarfulltrúans, en lesendum er bent á að þeir geta sjálfir dregið sér tarotspil á vef DV.

Á að gefa eftir

Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Eyþóri er Stríðsvagninn. Það táknar metnaðinn og drifkraftinn sem býr innra með Eyþóri og hann virðist geta náð öllum sínum markmiðum, ekki síst af því að hann veit hvar tækifærin liggja. Hann er líka óhræddur við að fara ótroðnar slóðir í lífinu. Hann er hins vegar ekki að nýta hæfileika sína rétt og þarf að leysa úr þeim vanda. Hann þarf að passa það í framtíðinni að vera varkár þegar hann sleppir tækifærum úr greipum sínum. Hann má ekki sýna of mikið fljótræði og verður að spá og spekúlera vel í hlutunum. Mannlegi þátturinn á það til að standa í veginum fyrir Eyþóri og er honum ráðlagt að gefa eftir ef vandamál koma upp milli hans og þeirra sem hann umgengst í starfi sem og persónulega. Eyþór er fær um að takast á við framtíðina ef hann agar sjálfið með jákvæðu hugarfari og jafnvægi.

Krefjandi áskoranir

Næst er það Keisarinn. Merkilegt spil sem sýnir að reynsla Eyþórs, bæði í pólitík og viðskiptum, mun koma sér vel. Framundan hjá honum er stöðuhækkun í núverandi starfi en líklegra er að hann breyti um starfsvettvang og takist á við nýjar, krefjandi áskoranir. Eyþór stendur nú frammi fyrir tækifæri sem sjaldan birtist og ætti hann að kanna möguleika framtíðarinnar gaumgæfilega. Ásetningur Eyþórs og ekki síður skipulag og hagkvæmni mun leiða hann næstu misseri að settu marki. Hann skal einnig hafa í huga að velferð náungans kemur honum lengra en hann grunar.

Brúðkaup í vændum?

Loks er það spilið Breytingar. Einn kafli er að enda hjá Eyþóri og nýr um það bil að hefjast. Hann skal hafa það hugfast að fagna þegar kaflanum lýkur, sama hve erfiður hann var. Hér eru nefnilega á ferð breytingar til batnaðar sem Eyþór mun verða var við fyrr en síðar. Þessar breytingar gætu verið brúðkaup, flutningar eða fyrrnefnt nýtt starf. Eyþór og fyrrverandi eiginkona hans fóru nýverið hvort í sína áttina, en hugsanlega hefur ný kona fangað hjarta borgarfulltrúans. Eyþór þarf að hafa hugfast að þessar breytingar gætu orðið erfiðar, eins og breytingar eru oft, og aðlögunarhæfni hans kemur sér því vel í þessu tilviki. Þó að breytingarnar taki á tekur Eyþór þeim fagnandi. Ekki verður aftur snúið þar sem hann gefur fortíðina upp á bátinn og tekur opnum örmum utan framtíðinni og tækifærunum sem bíða hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ekkert tekjublað 2020
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona eiga þau saman – „Þau eru bæði mjög rómantísk og tilfinningarík“

Svona eiga þau saman – „Þau eru bæði mjög rómantísk og tilfinningarík“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eitt virtasta viðskiptatímarit heims ásakar Kylie Jenner um umfangsmikin lygavef – Stjarnan svarar fullum hálsi

Eitt virtasta viðskiptatímarit heims ásakar Kylie Jenner um umfangsmikin lygavef – Stjarnan svarar fullum hálsi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Cardi B sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Cardi B sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez
Bleikt
Fyrir 1 viku

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.