Föstudagur 28.febrúar 2020
Bleikt

Laun 5 áhrifavalda opinberuð

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 26. október 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldar er vaxandi starfsstétt en þeirra tekjur byggjast á því að fá greitt fyrir að auglýsa vörur. Óljóst hefur verið nákvæmlega hve mikið áhrifavaldar fá greitt fyrir vinnu sína, en nú virðist vera í tísku að vinna með áhrifavöldum sem eru með að hámarki fimmtíu þúsund fylgjendur á Instagram, líkt og nokkrir áhrifavaldar á Íslandi hafa áorkað.

Huffington Post fékk uppgefið hjá fimm bandarískum áhrifavöldum hvað þeir fá borgað fyrir eitt verkefni, án þess að tilgreina hvaða fyrirtæki réð þá til vinnu. Þótt launagreiðslurnar séu afar einstaklingsbundnar, þá gefa upplýsingarnar góða mynd af því hve hægt er að þéna mikið sem áhrifavaldur úti í hinum stóra heimi.

Gengur vel Tomi býr í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Tomi Obebe (@goodtomicha)

Tomi er tísku- og lífsstílsáhrifavaldur sem býr í Charlotte í Norður-Karolínu. Hún er með tæplega nítján þúsund fylgjendur á Instagram og fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir þremur árum.

Samningurinn: Ein Instagram-færsla með tveimur ljósmyndum sem ljósmyndari, sem Tomi réð til verksins, tók. Þá fékk hún einnig tvo kassa af túrtöppum, en varan þurfti að sjást á myndunum.
Laun: 1.000 dollarar, tæplega 125.000 krónur.
Önnur samningsatriði: Tomi mátti ekki vinna fyrir samkeppnisaðila næstu þrjá mánuðina. Fyrirtækið mátti nota myndirnar hennar á samfélagsmiðlum, í fréttabréfum og á heimasíðu sinni.

Í tísku Audree starfar sem áhrifavaldur.

Audree Kate Lopez (@simplyaudreekate)

Audree er tísku- og lífsstílsáhrifavaldur og stílisti sem býr í New York. Hún er með rúmlega 31 þúsund fylgjendur á Instagram og fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir fjórum árum.

Samningurinn: Ein bloggfærsla eða YouTube-myndband, tvær Instagram-færslur sem sýndu Audree nota nýja vöru, ein Instagram-saga með möguleika á að tengja við hlekk og ein Facebook-færsla með hlekk á bloggfærsluna. Hún réð tökumann til að vinna með henni að verkefninu.
Laun: 3.500 dollarar, tæplega 444.000 krónur.
Önnur samningsatriði: Hún mátti ekki vinna fyrir aðra þremur dögum fyrir og eftir að hún birti keypta efnið. Fyrirtækið mátti nota efnið frá henni í auglýsingum og á samfélagsmiðlum.

Á grænni grein Emmalynn fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir nokkrum árum.

Emmalynn (Emma) Cortes (@emmasedition)

Emmalynn er tísku-, ferðalaga- og lífsstílsáhrifavaldur sem býr í Seattle. Hún er með tæplega þrjátíu þúsund fylgjendur á Facebook og fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir þremur árum.

Samningur: Ein Instagram-færsla með þremur ljósmyndum, ein Instagram-saga með fimm römmum og hlekk á vefsíðu fyrirtækisins og átta ljósmyndir sem fyrirtækið mátti nota á heimasíðu sinni.
Laun: 1.500 dollarar, tæplega 190.000 krónur, og 100 dollara gjafakort, andvirði tæplega 12.500 króna.
Önnur samningsatriði: Fyrirtækið mátti nota allt efni frá henni í eitt ár.

Baráttukona Sarah berst fyrir bættri líkamsvirðingu.

Sarah Chiwaya (@curvily)

Sarah er tískuáhrifavaldur í New York með tæplega fimmtíu þúsund fylgjendur á Instagram. Hún fékk fyrsta launaða verkefnið fyrir fjórum árum.

Samningur: Tvær Instagram-færslur og að lágmarki fimm Instagram-sögur, þar af að minnsta kosti ein með hlekk á fyrirtækið.
Laun: 1.800 dollarar, eða rúmlega 220.000 krónur, og 750 dollara inneign, andvirði tæplega 94.000 króna.

Tískudrós Caitlinn á marga fylgjendur á Instagram.

Caitlin Patton (@caitpatton)

Caitlin er tísku-, fegurðar- og lífsstílsáhrifavaldur sem býr í Chicago. Hún er með um 25 þúsund fylgjendur á Instagram og fékk fyrsta launað verkefnið fyrir þremur árum.

Samningur: Ein Instagram- færsla og átta rammar í Instagram-sögu.
Laun: 2.000 dollarar, eða tæplega 250.000 krónur.
Önnur samningsatriði: Hún mátti ekki vinna fyrir samkeppnisaðila í tvo mánuði og fyrirtækið mátti nota efni frá henni í stafrænu formi í sex mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Justin Bieber búinn að slá met Elvis Presley

Justin Bieber búinn að slá met Elvis Presley
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Myndband af Frankie Muniz dansa berum að ofan slær í gegn

Myndband af Frankie Muniz dansa berum að ofan slær í gegn
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Camila Cabello svarar 73 spurningum

Camila Cabello svarar 73 spurningum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Tveggja barna faðir sem fæddist án útlima – Læknar sögðu við móður hans: „Við skiljum ef þú vilt hann ekki“

Tveggja barna faðir sem fæddist án útlima – Læknar sögðu við móður hans: „Við skiljum ef þú vilt hann ekki“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjaldséð bikinímynd Jennifer Lopez vekur athygli

Sjaldséð bikinímynd Jennifer Lopez vekur athygli
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dóttir Steven Spielberg segist vera klámstjarna – Kallar stóru brjóstin „peningavél“

Dóttir Steven Spielberg segist vera klámstjarna – Kallar stóru brjóstin „peningavél“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnuspá vikunnar: Óvæntur tölvupóstur kemur öllu í uppnám á vinnustaðnum

Stjörnuspá vikunnar: Óvæntur tölvupóstur kemur öllu í uppnám á vinnustaðnum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Lesið í tarot Viðars: Tækifæri felur í sér góð laun og öryggi

Lesið í tarot Viðars: Tækifæri felur í sér góð laun og öryggi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.