fbpx
Mánudagur 11.nóvember 2019
Bleikt

Yfirgaf Mormónakirkjuna til að verða heimsfræg klámstjarna: „Ég var svo kynferðislega bæld“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 24. október 2019 08:55

Addie Andrews.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Addie Andrew ákvað að segja skilið við Mormónakirkjuna til að elta drauma sína að verða klámstjarna. Hún segist ekki sjá eftir neinu og hún gæti ekki verið hamingjusamari. News.com.au greinir frá.

Addie, 30 ára, fór frá því að vera hógvær trúboði fyrir Mormónakirkjuna yfir í að vera heimsfræg klámstjarna. Hún var nýlega nefnd „Gæludýr mánaðarins“ hjá tímaritinu Penthouse. Hún segir að gamla og nýja líf hennar eiga ýmislegt sameiginlegt.

Addie ólst upp í litlum bæ í Pacific Nortwest með „lítið frelsi.“ Foreldrar hennar ætluðust til þess að hún væri trúuð, en hún fékk sjálf að velja kirkju. Þegar hún var sautján ára valdi hún The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints.

„Kirkjan bauð mig velkomna og vildi gera vel við mig,“ segir hún.

Hún hafði aðeins einu sinni stundað kynlíf áður en hún varð mormóni. Eftir það fylgdi hún reglum kirkjunnar og var skírlífi.

„Vandamálið er ekki aðeins það að kynlíf fyrir hjónaband er bannað, heldur er það mjög alvarleg synd í augum kirkjunnar og er mikil skömm í kringum það. Því dýpra sem ég komst í kirkjuna, því lengra fór ég frá mínu sanna sjálfi.“

Addie stundaði ekki aftur kynlíf fyrr en hún varð 26 ára. „Ég var mjög kynferðislega bæld. Þú ert eiginlega nunna, gjörsamlega helguð trúnni þinni,“ segir hún.

Hún gat ekki stundað kynlíf, horft á myndir með fjölskyldu sinni á meðan Sabbat stóð yfir og fékk ekki að vera brúðarmær fyrir systir sína, vegna þess að kjóllinn var „ósæmilegur“ samkvæmt stöðlum Mormónarkirkjunnar.

Hún fór að endurhugsa mormónatrú sína eftir það. Hún var líka farin að sakna gömlu áhugamála sinna, eins og að syngja, dansa og leika.

Árið 2017 hætti hún að mæta í kirkju. Ári seinna flutti hún til Kaliforníu til að verða leikkona, en þrátt fyrir að vera með BA-gráðu frá Brigham Young University þá fékk hún ekki einu sinni vinnu sem þjónustustúlka. Þá ákvað hún að reyna fyrir sér sem strippari.

„Umboðsmenn í klámbransanum byrjuðu að hafa samband við mig,“ segir hún. Í janúar á þessu ári ákvað hún að láta til skarar skríða. Hún hefur fljótt risið upp stjörnuhimininn í klámiðnaðinum og er með yfir 70 þúsund fylgjendur á Instagram.

Addie segir fjölskyldu sína hafa sætt sig við starf hennar og sé stuðningsrík. Meira að segja bróðir hennar.

„Bróðir minn sagði: „Ég mun klárlega aldrei horfa á klámið þitt, en þú virðist hamingjusamari en þú hefur nokkurn tíma verið, þannig ég styð ákvörðun þína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Drusluskömmuð á flugvelli – Sögð vanvirða foreldra: „Ég var hneyksluð, niðurlægð og brjáluð.“

Drusluskömmuð á flugvelli – Sögð vanvirða foreldra: „Ég var hneyksluð, niðurlægð og brjáluð.“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ráðþrota hvort hann eigi að segja brúðinni frá því sem gerðist í steggjapartýinu

Ráðþrota hvort hann eigi að segja brúðinni frá því sem gerðist í steggjapartýinu
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sandra Birna tók baðherbergið í gegn: „Þessi breyting munar svo miklu“ – Sjáðu myndirnar

Sandra Birna tók baðherbergið í gegn: „Þessi breyting munar svo miklu“ – Sjáðu myndirnar
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Svona áttu að skreyta jólatréð – Fjöldi ljósapera og jólaskrauts fer eftir stærð trésins

Svona áttu að skreyta jólatréð – Fjöldi ljósapera og jólaskrauts fer eftir stærð trésins
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hún fór í trekant með eiginmanninum og vændiskonu: „Þetta var valdeflandi“

Hún fór í trekant með eiginmanninum og vændiskonu: „Þetta var valdeflandi“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Íslensk kona segir frá – Neydd til að búa áfram hjá stjúpföður sínum eftir að hann misnotaði hana kynferðislega

Íslensk kona segir frá – Neydd til að búa áfram hjá stjúpföður sínum eftir að hann misnotaði hana kynferðislega
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hanna Guðrún þjáðist af áráttu- og þráhyggjuröskun: „Á end­an­um var ég hætt að geta farið út úr húsi“

Hanna Guðrún þjáðist af áráttu- og þráhyggjuröskun: „Á end­an­um var ég hætt að geta farið út úr húsi“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona neglirðu farsæla föstu

Svona neglirðu farsæla föstu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.