fbpx
Fimmtudagur 16.júlí 2020
Bleikt

Guðbjörg átti erfitt með að verða ólétt: „Við þráðum svo heitt að verða foreldrar“ – Gleðifréttir deginum fyrir brúðkaupið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2019 10:59

Guðbjörg Hrefna Arnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var 15 ára þegar ég byrjaði á blæðingum. Það var mikill hamingjudagur. Ég var ein af fáu sem fagnaði sínum fyrsta degi blæðinga, en ég var frekar seinþroska líkamlega svo þetta var gríðarlega stór áfangi í mínum augum. En vá, ég hafði ekki hugmynd um hvað biði mín,“ segir Guðbjörg Hrefna, 26 ára tveggja barna móðir.

Guðbjörg er með endómetríósu, sem er krónískur og sársaukafullur sjúkdómur sem herjar á um tíu prósent stúlkna og kvenna í heiminum. Eitt af einkennum sjúkdómsins eru erfiðleikar við barneignir. Hún segir sögu sína á Mæður.com og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að deila sögu sinni áfram með lesendum.

Nístandi sársauki

„Það er mýta að verkirnir byrji seinna, þeir fylgdu mér frá fyrsta degi. Það er erfitt að vera barn/unglingur með legslímuflakk. Það var lítil sem engin þekking, fræðsla eða skilningur. Enda fannst kennurum og læknum fáránlegt að ég skildi þurfa frí útaf tíðarverkjum. Þetta var bara eitthvað sem allar konur gengu í gegnum og ekki orð um það meir.“

Guðbjörg segist hafa verið einstaklega heppin með foreldra. Þeir tóku mark á henni og gerðu allt sem þeir gátu til að lina sársaukann.

„Með blæðingum fylgdu köst þar sem ég lá í keng og grét sárt. Dramatískt, en svona var þetta. Mér leið eins og það var verið að rífa úr mér legið,“ segir Guðbjörg.

„Þegar ég var yngri þekkti ég ekki sjúkdóminn. Hvað þá konur sem voru með hann, svo ég hafði ekkert til að bera mig saman við. Það var oft erfitt að lýsa þessum nístandi sársauka, eða þar til ég átti börnin mín. Já þarna kom þetta. Nú get ég loksins borið þetta saman við eitthvað. Þetta var eins og að vera komin með átta í útvíkkun.“

View this post on Instagram

🍁🍂🍁

A post shared by GUÐBJÖRG HREFNA (@arnadottirg) on

Kastið sem gerði útslagið

Guðbjörg vann í fataverslun í Mjóddinni. Hún fann fyrir miklum verkjum sem verkjalyf virkuðu ekki á.

„Verkirnir voru orðnir það óbærilegir að ég gat ekki lengur staðið […] Ég ákvað að fara til læknis sem var betur fer inni í Mjóddinni. Hjúkrunarfræðingur vísaði mér inn í stofu og tók stöðuna. Ég var svo verkjuð að ég gat varla komið upp orði. Hún spurði mig hvort það væri eitthvað meira á bak við, og þá meinti hún sálrænt. Það bara gat ekki verið að þetta væri svona sársaukafullt. En svona var þekkingin lítil,“ segir Guðbjörg.

„Ég var send með sjúkrabíl upp á spítala. Þar kom í ljós að það var blæðing í kviðarholi, blöðrur á eggjastokkum og ég var einnig komin með sýkingu í eggjastokkana.“

Síðan var henni tilkynnt að hún væri með sjúkdóm sem heitir endómetríósa. Hún var þá átján ára.

„Ég hafði ekki hugmyndir um afleiðingar þess né þýðingu þess,“ segir hún.

Hvað er endómetríósa?

Samkvæmt endo.is: Endómetríósa (e. endometriosis) er krónískur, fjölkerfa sjúkdómur sem getur verið afar sársaukafullur. Sjúkdómurinn er gjarnan kallaður endó í daglegu tali, ekki er lengur notast við hugtakið legslímuflakk. Endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og valda þar bólgum. Þannig getur kona með endómetríósu verið með innvortis blæðingar í hverjum mánuði á þeim stöðum sem frumurnar eru. Þar sem þetta blóð kemst ekki í burtu geta myndast blöðrur á þessum stöðum. Einnig geta myndast samgróningar milli líffæra og innan kviðarholsins eða annarsstaðar í líkamanum. Allt getur þetta geta valdið miklum sársauka.

Algeng einkenni: Sársauki í kviðarholi, mikill sársauki við blæðingar, sársauki fyrir blæðingar, langar blæðingar, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, milliblæðingar, sársauki við egglos, verkir í mjóbaki við blæðingar/egglos, verkir í kviðarholi milli blæðinga, verkir við samfarir, verkir við þvaglát, verkir við hægðir, þarmahreyfingar, uppblásinn magi, niðurgangur, ógleði og/eða uppköst, erfiðleikar við að verða barnshafandi, ófrjósemi og síþreyta.

Sár fósturmissir

„Endómetríósa hefur ekki bara áhrif á þig sem einstakling heldur einnig maka þinn. Í okkar tilfelli áttum við erfitt með að verða ólétt og halda fóstrinu. Þetta tók verulega á sambandið þar sem barneignir yfirtóku allt. Ég var virkilega reið og sár út í heiminn og fannst þetta bara virkilega ósanngjarnt. Við þráðum það svo heitt að verða foreldrar,“ segir Guðbjörg.

„Einar, eiginmaður minn, reyndi að hlúa að mér eins vel og hann gat. Ég get ímyndað mér að það sé alls ekki auðvelt að sjá makann sinn missa fóstur eftir fóstur. Hann setti mig í fyrsta sæti en sínar tilfinningar í annað sæti. Sem er leiðinlegt enda voru allir svo uppteknir af því hvernig mér leið, svo Einar gleymdist pínu sem hefur ekki verið auðvelt.“

Þau leituðu til fagaðila. „Eftir fjögur fósturlát létum við athuga hvort það væri ekki allt með felldu. Lækninum fannst það ekkert óeðlilegt, sem er skiljanlegt þar sem margar konur upplifa fósturlát án þess að nokkuð sé að,“ segir Guðbjörg.

„En ég vissi að það væri ekki allt með felldu vegna sögu minnar. Eitt skiptið missti ég af blæðingum og við vorum viss um að ég væri þunguð. Ég tók óléttupróf eftir óléttupróf og alltaf kom neikvætt. Eftir skoðun hjá kvensjúkdómalækni kom í ljós að ég hafði ekki haft egglos þann mánuðinn, en það er eitt einkenni endómetríósu.“

Brúðkaupsgjöf

„Einum degi fyrir brúðkaupið okkar komumst við að því að ég væri ólétt,“ segir Guðbjörg Hrefna.

„Ég var að kaupa morgungjöfina hans Einars og ákvað að fara í apótekið og kaupa óléttupróf. Mér var búið að vera flökurt alla vikuna og ég bara gat ekki beðið. Ég tók prófið inni á klósetti í mollinu, og viti menn það kom jákvætt! Ég fór og keypti aukagjöf, skó sem stóð á „I Love Daddy“ og bol með pálmatrjám. Ég gaf honum gjöfina um leið og við komum heim til tengdó,“ segir Guðbjörg.

„Þetta var hjartnæm og falleg stund. Við grétum bæði úr gleði og vonuðum það besta. Meðgangan gekk brösulega fyrir sig og ég missti vatnið gengin 24 vikur. Ég var lögð inn á sængurlegudeild og 5 dögum seinna kom Anja Mist.“

Nokkrum árum seinna eignuðust þau annað barn. „Við misstum einu sinni áður en við eignuðumst Kristel Nótt. Kristel kom öllum á óvart en var guðvelkomin. Við vorum heppin. Í dag eigum við tvö yndisleg börn sem við erum ótrúlega þakklát fyrir.“

Þú getur fylgst með Guðbjörgu Hrefnu á Instagram og lesið færslur eftir hana á Mæður.com

Hér getur þú lesið pistill Guðbjargar Hrefnu um fósturmissi.

Hér getur þú lesið um fæðingu Önju Mistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Bleikt
Fyrir 1 viku

Segir hana hafa kúkað í hjónarúmið – Hann ásakaður um að gefa barninu vímuefni

Segir hana hafa kúkað í hjónarúmið – Hann ásakaður um að gefa barninu vímuefni
Bleikt
Fyrir 1 viku

Brúðkaupsafmæli David og Victoriu Beckham – 21 ár af ævintýrum

Brúðkaupsafmæli David og Victoriu Beckham – 21 ár af ævintýrum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Dóttir raunveruleikastjörnu fékk Instagram reikning í 13 ára afmælisgjöf – 35.000 fylgjendur á einum degi!

Dóttir raunveruleikastjörnu fékk Instagram reikning í 13 ára afmælisgjöf – 35.000 fylgjendur á einum degi!
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sofia Vergara er á toppi tilverunnar – sjáðu nýju villuna!

Sofia Vergara er á toppi tilverunnar – sjáðu nýju villuna!
Bleikt
Fyrir 1 viku

6 ára gömul stúlka getur bara borðað KFC

6 ára gömul stúlka getur bara borðað KFC
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.