fbpx
Laugardagur 06.júní 2020
Bleikt

„Ég elska að sjá eiginmann minn með öðrum karlmönnum“ – Hommaklám vinsælt meðal gagnkynhneigðra kvenna

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2019 20:30

Bradfort og Angela.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar við hugsum um makann okkar stunda kynlíf með öðrum einstaklingi, þá er það ofast einhver af gagnstæðu kyni. En hvernig myndi þér líða ef maðurinn þinn myndi stunda kynlíf með öðrum karlmanni? Fyrir lítinn, en stækkandi, hóp af konum er sú tilhugsun mjög kynæsandi (e. turn on).

Bradford og Angela hafa verið saman í tíu ár. Þau eru bæði tvíkynhneigð og eru í opnu sambandi. Whimn greinir frá.

Þau reka BytheBi, sem er stuðningshópur fyrir tvíkynhneigða einstaklinga. Þau skipuleggja atburði, námskeið og eru með hlaðvarp. Þau kalla það lauslæti með leyfi.

Angela segir að hún hvetur ekki aðeins Bradford til að sofa hjá öðrum karlmönnum, heldur elskar hún að horfa á það.

„Við erum svo vön því að sjá menn sem aggresífa, æsta og karlmannlega. Þegar ég sé eiginmann minn, viðkvæman og blíðan með öðrum karlmanni, þá sé ég aðra hlið af honum. Bradford er frábær í rúminu og ég kann virkilega að meta það sem hinn gaurinn er að finna fyrir á líkamlegan hátt. Ofan á það þá er þetta alveg ótrúlega heitt að horfa á, þetta er eins og mín eigin klámsýning, stundum fæ ég meira að segja að sitja í leikstjórasætinu og stjórna því sem ég vil sjá,“ segir Angela.

Árið 2016 tilkynnti klámsíðan Pornhub – sem er með meira en 115 milljón dagleg áhorf – að einn þriðji af áhorfendum hommakláms væru konur.

Vinsælustu klámflokkar meðal kvenna eru lesbíu klám og síðan homma klám. En fyrir konur eldri en 45 ára er homma klám vinsælla. Áhugaverðar niðurstöður.

Í fyrra gaf Dr Lucy Neville út bókina Girls Who Like Boys Who Like Boys. Í bókinni heldur hún því fram að konur séu orðnar þreytt á gagnkynhneigðu klámi þar sem það „hlutgerir konur og það er ekki komið fram við þær sem manneskjur, og oft virðast konurnar ekki njóta kynlífsins.“ Neville talaði við meira en 500 konur yfir fimm ára tímabil fyrir bókina. Margar konurnar sögðu að í gagnkynhneigðu klámi sé mestmegnis einblínt á kvenlíkamann og það sé ekki veitt karlmanninum nógu mikla athygli.

„Hommaklám gefur manni tækifæri til að virða karlmannslíkamann fyrir sér og fegurð karlmannsins og andlit hans þegar hann fær fullnægingu,“ segir Lucy Neville í bókinni.

Hún segir einnig frá því í bókinni að fyrir þolendur kynferðisofbeldis þá sé karl-og-karl hommaklám eitt af því „fáa kynferðislega efni sem þær geta horft á án þess að triggerast eða endurupplifa ofbeldið“.

Síðan Bradford og Angela byrjuðu með Bythebi hlaðvarpið hafa þau fengið hundruðir skilaboða frá fólki víðsvegar um heiminn.

„Flestir sem hafa samband eru ráðvillt og vantar einhvern til að tala við sem mun ekki dæma þá, einhver sem hefur verið þarna og getur deilt sinni reynslu á því að vera í sambandi með tvíkynhneigðri manneskju. Ég segi þeim að það sé ekkert rétt eða rangt. Ef eiginmaðurinn þeirra vill stunda kynlíf með öðrum karlmanni, af hverju ekki horfa? Það gæti bætt annarri vídd við samband þeirra. Ef ég horfi á Bradford með öðrum karlmanni, eða hann kemur heim og segir mér frá því hvað hann gerði á stefnumóti með öðrum karlmanni, þá finnst mér það ótrúlega kynæsandi og ég verð gröð og oftast leiðir það til þess að við stundum frábært kynlíf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Ekkert tekjublað 2020
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Svona eiga þau saman – „Þau eru bæði mjög rómantísk og tilfinningarík“

Svona eiga þau saman – „Þau eru bæði mjög rómantísk og tilfinningarík“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Eitt virtasta viðskiptatímarit heims ásakar Kylie Jenner um umfangsmikin lygavef – Stjarnan svarar fullum hálsi

Eitt virtasta viðskiptatímarit heims ásakar Kylie Jenner um umfangsmikin lygavef – Stjarnan svarar fullum hálsi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Cardi B sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum

Cardi B sýnir muninn á Instagram og raunveruleikanum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy

Nýr heimildarþáttur skoðar hið dularfulla fráfall Brittany Murphy
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez

Sannleikurinn á bak við „ógnvekjandi manninn“ í bakgrunn hjá Jennifer Lopez
Bleikt
Fyrir 1 viku

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Yfir fimmtugt og glæsileg í bikiní

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.