fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Bleikt

Brúðurin svaf í tjaldi nóttina fyrir brúðkaupið á meðan brúðguminn gisti á hóteli – „Ég hefði drepið hann!“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 22. október 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sinni tólf ára göngu hafa áhorfendur aldrei kynnst jafn „ömurlegum“ brúðguma og í nýjasta þætti af Don‘t Tell the Bride á Channel 4. Hann lét unnustu sína sofa í tjaldi á meðan hann gisti á fínu hóteli. Þættirnir snúast um að brúðguminn sér alfarið um að skipuleggja brúðkaupið og brúðurin fær ekkert að vita fyrr en rétt fyrir stóra daginn.

Rosie, 30 ára, dreymdi um að giftast í fallega skreyttri hlöðu, en unnusti hennar Jake, 26 ára, hafði aðrar hugmyndir.

Jake og Rosie.

Til þess að gera hana „afslappaðri“ fyrir brúðkaupsdaginn sagði Josh í upphafi þáttarins að hann langaði að láta framtíðar eiginkonu sína sofa í tjaldi.

„Hún getur verið frekar óörugg um útlit sitt. Ég er alltaf að segja henni að hún sé falleg, hvernig hún þarf ekki alla þessa hluti. En ef ég tek það frá henni, þá þarf hún samt að giftast. Hún mun segja að hún lítur ruddalega út en fyrir mér er hún enn þá falleg,“ sagði Jake. Hann ákvað að þau myndu gifta sig á Wickham tónlistarhátíðinni fyrir framan sjö þúsund tónleikagesti. Rose myndi gista í tjaldi nóttina fyrir brúðkaupið.

Rosie leist ekkert á þetta. Margar konur dreymir um að byrja brúðkaupsdaginn í dekri og rólegheitum. Þegar Rosie komst að því að hún myndi gifta sig með skítugt hár í tagli fyrir framan tónleikagesti fékk hún áfall.

„Ég er ekki að fara að byrja brúðkaupsdaginn minn í tjaldi… Hann myndi ekki gera það. Sturturnar eru ömurlegar, hvað eigum við eiginlega að gera,“ sagði Rose.

Vinkona Rose líkti áformum Jake við „ofbeldi“ og sagði að „hann er að láta hana ganga í gegnum helvíti.“

Rose átti erfitt með að halda aftur tárunum. „Þetta er fokking brúðkaupsdagurinn minn. Ég er ekki í lagi,“ sagði hún.

Móðir Rose  brotnaði líka niður. „Dóttur minni ætti ekki að líða svona á brúðkaupsdaginn, henni á að líða eins og hún sé sérstök. Það er ekkert sérstakt við það að setja smá glimmer á sig. Það bara sannar þá staðreynd að Jake er alveg sama um hvernig henni líður.“

Á meðan Rose var að fá áfall í tjaldi þá var Jake að skála í kampavín með vinum sínum á fínu hóteli.

Þrátt fyrir þetta allt gekk parið í það heilaga fyrir framan sjö þúsund tónleikagesti. Sem betur fer fyrir Jake endaði Rose með að skemmta sér vel á brúðkaupsdaginn sjálfan.

Áhorfendur þáttarins voru alls ekki ánægðir með Jake og tjáðu reiði sína á Twitter.

„Ókei hann fær að gista á flottu hóteli nóttina fyrir brúðkaupið þeirra á meðan hún þarf að gista í tjaldi og giftast á tónlistarhátíð næsta dag. Ég hefði drepið hann!“ Skrifað einn netverji.

„Það er frekar ógnvekjandi að hugsa til þess að maðurinn sem hún ætlar að vera með að eilífu hugsaði ekki einu sinni um hennar líðan,“ skrifaði annar.

„VERSTI BRÚÐGUMI Í HEIMI,“ skrifaði sá þriðji.

Aðrir netverjar veltu vöngum sínum yfir af hverju Rose vildi yfir höfuð giftast Jake.

„Hann virðist vera alveg glórulaus og sjálfselskur, af hverju er hún að giftast honum?!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Segir hana hafa kúkað í hjónarúmið – Hann ásakaður um að gefa barninu vímuefni

Segir hana hafa kúkað í hjónarúmið – Hann ásakaður um að gefa barninu vímuefni
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Brúðkaupsafmæli David og Victoriu Beckham – 21 ár af ævintýrum

Brúðkaupsafmæli David og Victoriu Beckham – 21 ár af ævintýrum
Bleikt
Fyrir 1 viku

6 ára gömul stúlka getur bara borðað KFC

6 ára gömul stúlka getur bara borðað KFC
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein

Sia hélt Maddie Ziegler frá því að fara um borð í flugvél með Harvey Weinstein
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.