Þriðjudagur 19.nóvember 2019
Bleikt

Sólborg með skilaboð til stúlkunnar sem varð fyrir ofbeldi um helgina: „Þú ert fokking sigurvegari“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 21. október 2019 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólborg Guðbrandsdóttir, tónlistarkona og fyrirlesari, skrifar valdeflandi skilaboð til stúlkunnar sem varð fyrir ofbeldi um helgina á Instagram-síðu sinni Fávitar. Sólborg stofnaði síðuna sem átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Síðan hefur í dag yfir 20 þúsund fylgjendur.

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag þá karlmaður um tvítugt grunaður um að hafa beitt unga konu hrottalegu ofbeldi. Stúlkan er ung og ólögráða. Tilkynning um málið barst lögreglu aðfaranótt laugardags og var maðurinn handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni.

Sólborg ávarpar hana og segir henni að hún sé ekki ein. „Þú átt skilið alla ást í heiminum. Þú átt skilið virðingu. Það er ekkert sem réttlætir ofbeldi og það var aldrei þér að kenna. Ég vil að þú vitir að þú ert ekki ein. Það er heill her af fólki með þér í liði,“ skrifar Sólborg.

Hún minnir enn fremur á að ofbeldi sé einungis gerandanum að kenna. „Þú varðst fyrir ofbeldi og það segir ekkert til um þig nema það að þú ert fokking sigurvegari að standa eftir með bakið breitt, tilbúin að berjast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Elskar augabrúnirnar þrátt fyrir gagnrýni: „Fólk starir á mig á hverjum degi“

Elskar augabrúnirnar þrátt fyrir gagnrýni: „Fólk starir á mig á hverjum degi“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Dr. Phil spyr gest hvort hann viti að unnusta hans sé trúlofuð öðrum karlmanni – Sjáðu viðbrögð hans

Dr. Phil spyr gest hvort hann viti að unnusta hans sé trúlofuð öðrum karlmanni – Sjáðu viðbrögð hans
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Elva Björk hélt hún myndi missa dóttur sína – Gerðist á sekúndubroti – „Ég hnoðaði litla hjartað hennar“

Elva Björk hélt hún myndi missa dóttur sína – Gerðist á sekúndubroti – „Ég hnoðaði litla hjartað hennar“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Láglaunafólk giskar hver er milljónamæringur – Getur þú giskað rétt?

Láglaunafólk giskar hver er milljónamæringur – Getur þú giskað rétt?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.