Mánudagur 20.janúar 2020
Bleikt

Leifur er giftur konu en stundar kynlíf með körlum: „Ég gæti vel trúað því að það væru fleiri gaurar í sömu stöðu og ég“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 2. október 2019 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við fórum saman í tóma byggingu þar sem hann var að vinna og þar fékk ég mína fyrstu kynlífsreynslu með karlmanni,“ segir giftur gagnkynhneigður karlmaður í samtali við Makamál á Vísi.

Maðurinn, sem er kallaður Leifur, lýsir sér sem eðlilegum fjölskylduföður að slaga í fertugt og segir sig vera hamingjusamlega giftan í góðu sambandi. Í viðtali við Makamál á Vísi talar hann um langanir sínar að stunda kynlíf með karlmönnum og hvenær hann prófaði það fyrst.

Leifur segist hafa ákveðið að hitta annan karlmann þegar hann fann einn sem honum fannst hann geta treyst.

„Hann var giftur og um tíu árum eldri en ég,“ segir hann, en þetta var áður en Leifur kynntist núverandi eiginkonu sinni.

„Við fórum saman í tóma byggingu þar sem hann var að vinna og þar fékk ég mína fyrstu kynlífsreynslu með karlmanni. Spennan var gífurleg fyrstu mínúturnar þar sem ég þorði varla að horfa framan í hann, en ég ákvað á endanum að henda mér í djúpu laugina. Ég fór á fjóra fætur og leyfði honum að fullnægja forvitni minni. Þetta var sárt í fyrstu, en eftir um tveggja klukkutíma session í öllum mögulegum stellingum gekk ég næstum hjólbeinóttur út eftir magnaðasta kynlíf sem ég nokkurn tímann hafði upplifað.“

Leifur segir að hann og maðurinn hafi ekki vitað nöfn hvors annars og höfðu engan áhuga á því að kyssast, heldur einungis að stunda kynlíf.

„Engar tilfinningar, ekkert rugl, bara fullnæging,“ segir hann.

Flutti í stórborg

Eftir að Leifur kynntust konu sinni og þau stofnuðu fjölskyldu ákváðu þau að flytja til útlanda. Þarna var Leifur kominn í stórborg og var nafnlaust kynlíf mun auðveldara heldur en á litla Íslandi. Leifur kynntist karlmanni á Grindr sem hann er enn að hitta í laumi, en sá maður er einnig giftur.

„Í borginni sem ég bý er auðvelt að komast á staði þar sem maður getur leigt herbergi í klukkutíma. Innan gay senunnar hérna úti er líka fjöldinn allur af gufuböðum þar sem menn koma til að finna sér kynlífsfélaga og mega jafnvel stunda kynlíf inni á staðnum,“ segir hann.

Leifur óskar þess að hann gæti nefnt þetta við konuna sína því hann þolir ekki þennan feluleik. Þau hafa prófað ýmislegt saman í rúminu og hefur hún meðal annars „tekið“ hann með „strap-on“.

Ekki samkynhneigður

Þrátt fyrir að njóta þess að stunda kynlíf með karlmönnum lítur Leifur ekki á sig sem samkynhneigðan né tvíkynhneigðan.

„Ég hef engan áhuga á að kúra með gaurnum, kela við hann og varla halda augnsambandi við hann ef því er að skipta. Ég hef aldrei litið á mig sem samkynhneigðan þar sem ég hef aldrei borið tilfinningar til karlmanna, þannig finnst mér ég heldur ekki vera í sambandi með konunni minni á fölskum forsendum,“ segir Leifur.

Ástæðan fyrir því að Leifur ákvað að stíga fram og segja sögu sína, þó nafnlaust, er að hann vill opna umræðuna.

„Ég gæti vel trúað því að það væru fleiri gaurar í sömu stöðu og ég. Hugsanlega gæti þetta opnað umræðuna hjá pörum og mögulega gert fleiri mönnum kleift að sætta sig við sínar langanir. Jafnvel gætu einhver pör hugsað sér að opna á þennan möguleika fyrir annan hvorn aðilann í sambandinu. Það er auðvitað best ef fólk þarf ekki að vera í feluleik.“

Það er hægt að lesa viðtalið við Leif í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sigga Dögg í þungum þönkum yfir nýrri vöru: „Ég fer að hugsa um af hverju píkur eiga endalaust að taka við brundi“

Sigga Dögg í þungum þönkum yfir nýrri vöru: „Ég fer að hugsa um af hverju píkur eiga endalaust að taka við brundi“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ástfangin frændsystkini – Fjölskyldan í molum: „Ég vil ekki vera þekkt sem frænka sifjaspells-frændsystkinanna“

Ástfangin frændsystkini – Fjölskyldan í molum: „Ég vil ekki vera þekkt sem frænka sifjaspells-frændsystkinanna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda

Konur eru ekki jafn hrifnar af herðabreiðum körlum og þeir halda
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Aldurinn þegar við erum óhamingjusömust

Aldurinn þegar við erum óhamingjusömust
Bleikt
Fyrir 1 viku

Tískubloggara tekið fagnandi fyrir „raunverulega“ bikinímynd: „Ég kemst ekki yfir hversu fokking heit þú ert“

Tískubloggara tekið fagnandi fyrir „raunverulega“ bikinímynd: „Ég kemst ekki yfir hversu fokking heit þú ert“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skelfileg fyrsta kynlífsreynsla – Óttast að það gerist aftur: „Hún hló og sagði ég gæti engan veginn fullnægt henni“

Skelfileg fyrsta kynlífsreynsla – Óttast að það gerist aftur: „Hún hló og sagði ég gæti engan veginn fullnægt henni“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.