fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Bleikt

Rómantísk ferð í Bláa lónið endaði í martröð – Hittust aldrei aftur

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 14. október 2019 13:30

Bláa lónið er meðal þeirra fyrirtækja sem taka við ferðagjöf ríkisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að ferðast með fyrrverandi maka er alls ekki alltaf góð hugmynd. Margar misóþægilegar sögur eru til af pörum sem eru hætt saman, en neyðast til að fara í ferð saman sem var skipulögð löngu áður. Huffington Post birti í morgun nokkrar slíkar sögur, en ein þeirra var frá misheppnaðri ferð til Íslands.

Minna en viku eftir að Rosy sparkaði kærasta sínum til tveggja ára, lét hann sjá sig fyrir utan húsið hennar, því að móðir hans neyddi hann. Parið fyrrverandi var á leiðinni til Íslands, í ferð sem hafði verið í skipulagningu í meira en ár.

Framundan var það sem virtist vera nokkuð hefðbundin ferð til Íslands. Norðurljósin, Bláa lónið og Gullhringurinn, allt þetta planað. Það sem var þó óvenjulegt var að þau voru ekki að ferðast sem par, heldur sem tveir einstaklingar, sem þurftu að deila svefnherbergi.

Sambandið hafði varið í nokkur ár, en því lauk eftir hann þóttist ekki geta hitt hana vegna þynnku.

Skemmtanagildi ferðarinnar virðist þó hafa verið dauðadæmt frá upphafi. Á flugvellinum sá Rosy til hans vera að senda annari stúlku skilaboð, sem hann fullyrti að væri gamall vinnufélagi. Rosy hafði aldrei heyrt um hana og fékk kvíðakast í kjölfarið.

Rútuferðunum var eytt í þögn og hún fann sig einnig knúna til að klæða sig í og úr inni á baðherbergi vegna skammar sem hún fann fyrir fyrir framan hann.

Ferðin endaði svo með ósköpum í rómantískri ferð í Bláa lónið sem endaði með heiftarlegu rifrildi, en eftir ferðina hittust þau aldrei aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.