Þriðjudagur 21.janúar 2020
Bleikt

Telma fékk skelfilegar móttökur á geðdeild: „Miðvikudaginn 9. október brotna ég. Ég sá ekkert annað í stöðunni en að fyrirfara mér“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. október 2019 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Telma Svanbjörg Gylfadóttir glímir við ofsakvíða, þunglyndi og átröskun.  Hún hefur staðið í ströngu undanfarin ár að reyna að fá viðeigandi hjálp frá íslenska geðheilbrigðiskerfinu en ekki borið árangur sem erfiði. Hún stígur fram í dag í einlægu viðtali hjá Hringbraut þar sem hún lýsir baráttu sinni.

Í viðtalinu kemur fram að Telma hafi á dögunum glímt við gífurlega vanlíðan. Svo mikla að hún sá enga aðra leið en að taka eigið líf.

„Miðvikudaginn 9. október brotna ég. Ég sá ekkert annað í stöðunni en að fyrirfara mér. Ég var með tilbúið lak og búin að safna töflum saman í lófann þegar pabbi og mamma kíkja á mig.“

Pabbi hennar ók henni þá beina leið upp á bráðamóttöku geðsviðs á Landspítalanum. Enda þurfti Telma greinilega hjálp fagaðila.

„Það var mikið af fólki og löng bið. Loksins þegar kom að okkur tók á móti mér læknir sem var mjög kaldur og var hann í raun bara búinn að ákveða að ég yrði send heim.“

Telma er vön að geta talað fyrir sína eigin hönd, en þegar þarna var komið var ástandið á henni svo slæmt að hún kom varla upp orði. „Pabbi sá eiginlega alfarið um að tala og sagði að ástandið væri svo slæmt að ég væri vöktuð af heimilisfólki. Hann fer fram og talar við sérfræðilækni á vakt. Þrátt fyrir lýsingar pabba, sem sagði að ekki væri hægt að hafa mig svona heima, var mér samt vísað heim.“

Telma upplifði sig ekki velkomna á geðdeildinni og hefur hún enga löngun til að fara þangað aftur. Pabbi hennar upplifði viðmót geðdeildarinnar með sama hætti.

„Ég hef verið vitni af því að fíklum sé vísað frá og ég hef heyrt svo ótal margar sögur frá fólki sem er hreinlega neitað um aðstoð. Fólkið er að koma þangað í neyð og það finnst engum gaman að óska eftir innlögn á geðdeild. Þetta er notað sem algjört neyðarúrræði og er fólki eins og mér í sjálfsvígshættu vísað á dyr.“

Telma veltir því fyrir sér hvað valdi slíku viðmóti geðdeildarinnar, gætu það verið launin eða manneklan sem valdi því að starfsmenn hreinlega nenni ekki að sinna vinnunni sinni?

„Það þarf að taka inn fólk og aðstoða þau þegar þau eru á sínum versta stað. Það þarf að finna úrræði og það þarf að minnka biðtíma í úrræðin“

Bendir Telma á að biðtími eftir geðlæknaþjónustu geti verið allt frá fimm mánuðum upp í nokkur ár og þar fyrir utan séu margir geðlæknar hættir að taka við nýjum sjúklingum.

„Stjórnvöld þurfa að vakna og sjá hversu alvarlegt ástandi er.“

„Við þurfum að standa saman og berjast fyrir betra geðheilbrigðiskerfi. Ef þú þekkir einhvern sem er að glíma við andleg veikindi, vertu til staðar. Þú veist aldrei hvað einstaklingurinn við hliðina á þér er að ganga í gegnum“

Nánar er fjallað um málið hjá Hringbraut

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Lögreglan stöðvaði bíl eftir hjálparkall ungrar stúlku – Ekki var allt sem sýndist

Lögreglan stöðvaði bíl eftir hjálparkall ungrar stúlku – Ekki var allt sem sýndist
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Bikinímyndin sem olli usla árið 1977: „Þetta gerði mjöðmina að nýja kynörvandi svæðinu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.