fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Bleikt

Bróðir Elton Johns brjálaður út af sjálfsævisögunni: „Pabbi var stoltur af honum“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 13. október 2019 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hálfbróðir söngvarans Elton Johns, Geoff Dwight, er gífurlega óánægður með hvernig Elton skrifar um föður þeirra í sjálfsævisögunni „Ég“.

Í bókinni er föður þeirra lýst sem köldum manni sem hafi með öllu snúið baki við Elton fyrir að vera öðruvísi. Elton var mjög ungur þegar faðir hans yfirgaf hann, og átti Elton erfitt með að skilja eða fyrirgefa. Faðir hans stofnaði til fjölskyldu með nýrri konu og eignaðist með henni fjögur börn.

Í bókinni segir Elton að faðir hans hafi aldrei nokkurn tímann komið á tónleika með honum.

Elton og David

Þetta segir Geoff að sé hreinlega rangt. Hann muni það vel þegar öll fjölskyldan fór til að sjá Elton spila og man vel hvað faðir þeirra var stoltur af elsta syni sínum. „Pabbi var stoltur af honum, það sást í hvert sinn sem Elton birtist í sjónvarpinu hans, þá lifnaði yfir honum öllum.“

Hins vegar telur Geoff að það geti vel verið rétt að faðir þeirra hafi aldrei sagt Elton frá því. Maðurinn hafi verið harður eftir að hann sneri heim úr seinni heimsstyrjöldinni og ekki gefinn fyrir að opna sig um tilfinningar sínar.

„Pabbi sagðist einu sinni elska mig, en það var á dánarbeði hans. Við vorum þar fjórir bræðurnir – en ekki Elton. Pabbi var að deyja á sjúkrahúsinu og sagði við okkur „Ég vil fara heim – ég vil ekki deyja hérna“ Þegar ég fór með hann heim sagði ég „Pabbi ég elska þig“ og hann svaraði „Já, ást er það sem lífið snýst um“ Hans kynslóð var ekki kennt að tjá tilfinningar sínar líkt og við gerum í dag.

Geoff segir einnig að það hafi verið erfitt að alast upp sem bróðir Elton Johns, jafnvel þó samskipti milli bræðranna hafi nánast verið engin. „Elton er rokkstjarna, sem vill svo til að er skyldur mér. Ég get ekki flúið frá því. Í fangelsi var ég laminn af manni sem vissi að Elton væri bróðir minn. Hann braut á mér kjálkann“

Þrátt fyrir þetta allt segist Geoff þó stoltur af bróður sínum. Elton John var skírður Reginald Dwight. „Hann er Dwight strákur, og að sjálfsögðu er ég stoltur af honum. Hann fór út í heiminn og rokkaði hann og átti það skilið“

Elton er giftur David FurnishGeoff segist aðeins einu sinni hafa hitt David. Bíll hans hafði bilað nálægt lúxuseign Eltons og þá ók David framhjá á Bentley bifreið, rúllaði niður bílrúðunni, brosti og spurði „Afbrýðisamur?“ og keyrði svo í burtu. „Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hitti hann. Ég bjósta engan veginn við þessu og brá mikið.“

Talsmaður Eltons segir að söngvarinn standi bak við allt sem hann segir í bókinni. Faðir hans hafi aldrei séð hann á tónleikum og David hafi aldrei talað við eða hitt Geoff.

Frétt The Mirror

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf

„Ekki segja neinum neitt!“ Johnny Depp ógnaði aðstoðarmanni sínum og heimtaði eiturlyf
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hvar eru Love Island pörin í dag?

Hvar eru Love Island pörin í dag?
Bleikt
Fyrir 1 viku

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron

Sjáið nýja stiklu úr umhverfisvænum þáttum Zac Efron
Bleikt
Fyrir 1 viku

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu

Hatar einhverfu – 33 ára móðir fær hörð viðbrögð við pistli um einhverfu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur

Kim Khardashian alls enginn milljarðamæringur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Aðdáendur áhrifavalds æfir eftir óforskammaðar blekkingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.