fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Fyrirtæki drusluskammaði umsækjanda fyrir bikinímynd – Mistókst stórkostlega

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 9. október 2019 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emily Clow, 24 ára, var í atvinnuleit og ákvað að sækja um hjá fyrirtæki í Austin, Texas. Fyrirtækið, Kickass Masterminds, hjálpar frumkvöðlum að stækka rekstur sinn og taldi Emily sig vera kjörna í starfið vegna reynslu sinnar á samfélagsmiðlum og í sölustörfum.

En fljótlega eftir að hafa sótt um starfið uppgötvaði hún að fyrirtækið væri að nota myndir af henni til að gera lítið úr henni.

Kickass Masterminds tók skjáskot af mynd af Emily Clow í bikiní, sem var á hennar persónulega Instagram-reikningi, og deildi því í Instagram Story. Með myndinni varaði fyrirtækið framtíðar umsækjendur um að „deila samfélagsmiðlum símum með mögulegum atvinnurekanda ef svona efni er á þeim.“

„Gerðu það sem vonda þú vilt í einrúmi. En þetta er ekki að hjálpa þér að vinna almennilega vinnu,“ stendur í færslunni.

Emily sá færsluna frá Kickass Masterminds og tjáði sig um það á Twitter.

„Ég var hlutgerð fyrr í dag af fyrirtæki vegna myndar af mér í bikiní. Þau segja að myndin geri mig „ófagmannlega.“ Þau tóku skjáskot af myndinni, deildi því í Insta Story og skömmuðu mig. Mér finnst það óskiljanlegt að fyrirtækið höndlaði þetta á þennan hátt.“

Tístið hennar vakti mikla athygli og hafa þúsundir manns lýst yfir stuðningi á Emily.

„Stuðningurinn er magnaður,“ segir hún í samtali við BuzzFeed News.

Hún segist hafa verið miður sín þegar hún sá fyrst myndina í Instagram Story hjá fyrirtækinu og hafi fyrst um sinn ekki verið viss um hvernig hún ætti að bregðast við.

Emily bað fyrirtækið þrisvar um að taka færsluna niður. Eftir þriðju tilraun hennar blokkaði fyrirtækið hana. Sjá má samtal hennar og Söru Christensen, forstjóra fyrirtækisins, hér að neðan.

Sara viðurkenndi að hafa gert mistök í færslu á Medium og bað Emily afsökunar.

„Fyrir alla sem eru að fylgjast með, þá er ég frábært dæmi fyrir það sem á EKKI að gera. Ég hef algjörlega lært mína lexíu og þó ég sé ekki tilbúin að tjá mig opinblerga um þetta nánar þá mun ég láta ykkur vita ef það gerist.“

Það má segja að drusluskömmun fyrirtækisins hafi mistekist stórkostlega en fyrirtækið hefur lokað fyrir Instagram-reikning sinn og tekið niður heimasíðu sína og Facebook og Twitter síður sínar.

Emily segir að hún hafi ákveðið að stíga fram til að vekja athygli á málinu.

„Mér fannst þetta vera svipaðar aðstæður og margar konur þurfa að kljást við daglega þegar þær eru í atvinnuleit. Mér datt í hug að opna umræðuna því kannski er einhver annar sem er að ganga í gegnum það sama og hugsanlega væri hægt að laga vandamálið,“ segir Emily.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 11 klukkutímum

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út

Evrópudeildin: Marseille áfram eftir vítaspyrnukeppni – Svona líta undanúrslitin út
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.