fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Stjörnuspá vikunnar: Varastu saklaust daður

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 29. september 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir 29. september – 5. október

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Það opnast ný ástargátt í þessari viku og þurfa lofaðir hrútar að gæta sín á því. Ef þú ert laus og liðug/ur þá er þetta spennandi tækifæri í átt að farsælu ástarsambandi. Lofaðir hrútar þurfa að vara sig. Auðvitað er ekkert að saklausu daðri en þú verður að varast að láta daðrið ekki hlaupa með þig í gönur.

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Það er búið að vera mikill ys og þys í kringum þig undanfarið en í þessari viku róast allt niður og þú nærð að slaka á og melta allar upplýsingarnar sem þú hefur fengið úr hinum ýmsu áttum. Það eru einhver óskýrð veikindi búin að vera að hrjá þig og þú ættir að hlusta betur á líkamann. Breyttu matarvenjum þínum og farðu í kvöldgöngu – það gæti hresst þig við.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Þú fyllist nýjum krafti og svo virðist sem þú sért að hefja nýtt líf eftir erfiða tíma. Þú færð skyndilega áhuga á efnislegum hlutum og þráir fátt meira en að breyta um hárgreiðslu, endurnýja fataskápinn og jafnvel kaupa þér snyrtivörur. Láttu það eftir þér – nýtt upphaf krefst nýrra áherslna og áhugamála.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Í þessari viku hefst langt tímabil þar sem þú meðvitað einbeitir þér meira að fjölskyldunni og þínum innsta hring, sem þú hefur vanrækt undanfarið. Auknum gæðastundum fylgir mikil framtaksgleði og þú nærð að koma ótrúlega miklu í verk á stuttum tíma. Þetta eykur þína lífsgleði og þú skalt halda í þá tilfinningu.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Nú þarf ljónið að hætta að tala um allt sem það ætlar að gera og bara henda sér í djúpu laugina – fara út á meðal fólks, hitta gamla kunningja og létta af sér öllum heimsins áhyggjum. Þú ert nefnilega ekki mjög hrifin/n af því að kvarta og kveina en stundum þarftu bara öxl til að gráta á eða vinalegt eyra sem hlustar.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22. sept

Hagur meyjunnar vænkast ansi mikið og veskið hefur aldrei verið þykkara. Þú nýtir tækifærið og gleður fólkið í kringum þig, enda er þér slétt sama um peninga og vilt helst eyða þeim í fólkið sem þú elskar. Þú sérð vinnuna líka skýrar og nærð að taka ákvörðun um hvort þú eigir að halda puðinu áfram eða hverfa á vit þess sem þig langar í raun og veru.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Það er gríðarlega spennandi kafli að hefjast hjá voginni. Þú ert tilbúin/n til að loka erfiðum kafla fortíðarinnar og hefja glænýjan og skemmtilegan kafla – laus við gamla drauga og óþarfa áhyggjur. Þig dreymir um ákveðinn hlut og einsetur þér að eignast hann. Þessi hlutur þarf ekki að vera efnislegur en þegar þú færð hann í hendurnar verður líf þitt margfalt betra.

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Nú er kominn fullkominn tími fyrir sporðdrekann til að slaka á eftir annasamt sumar. Það síðasta sem þig langar að gera er að ferðast eða fara í partí. Þig langar miklu fremur að slaka á með góða bók eða sjónvarpsþátt og jafnvel gera þér dagamun með einhverjum sætindum. Þér líður vel í eigin skinni og framtíðin er mjög björt.

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þú hefur verið að fara á kostum í vinnunni og hefur náð miklum árangri á þínu sviði. Svo miklum að þér finnst þú vera komin/n á endastöð og núna þarftu frekari ábyrgð og meiri áskoranir. Því sækist þú eftir tilteknu starfi sem á eftir að vera mikið gæfuspor fyrir þig þegar þú færð það. Og já, ég segi þegar því það er bókað mál að þú færð þetta starf.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Það hefur mikið mætt á þér undanfarið en þú nærð að tækla það eins og þér einni/einum er lagið – með jafnaðargeði og hjartað á réttum stað. Fólk leitar til þín til að létta af sér og þú geymir svo mikið af leyndarmálum og áhyggjum fyrir aðra að þú hefur ekki pláss fyrir þínar eigin langanir og drauma. Spáðu aðeins í það. Er það hollt?

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Þú ert ein af þeim manneskjum sem er sífellt í leit að æðri tilgangi. Þú spáir mikið í það daginn út og daginn inn hvernig þú öðlast þennan tilgang og nú er fullkominn tími fyrir þig að fara í ferðalag um völundarhús sálarinnar. Það þýðir ekki að þú þurfir að leggja land undir fót því þú getur einbeitt þér að andlegum málefnum heima í stofu.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Þú hefur verið eitthvað illa fyrir kölluð/kallaður og hefur ekki fundið neistann þinn. Nú verður hins vegar breyting á og þú ert gjörsamlega óstöðvandi. Lofaðir fiskar þurfa að setjast niður með maka sínum og tala um framtíðarplön. Nú er tíminn til að leggja línurnar fyrir framtíðina og ákveða næstu skref í mjög gjöfulu sambandi.

Afmælisbörn vikunnar:

29. september – Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona, 29 ára
30. september – Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, 52 ára
1. október – María Heba Þorkelsdóttir leikkona, 45 ára
2. október – Pálmi Gestsson leikari, 62 ára
3. október – Tolli listmálari, 66 ára
4. október – Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, 77 ára
5. október – Hugleikur Dagsson listamaður, 42 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.