fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Bebe Rexha útskýrir ástæðuna á bak við myndina sem „braut internetið“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. september 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Bebe Rexha ætlaði sér ekki að „brjóta internetið“ þegar hún birti mynd af sér á afmælisdegi sínum. Á myndinni er hún aðeins klædd í svartan g-streng, í splitti og að setja á sig varalit.

„Þetta er hvernig 30 lítur út. #Afmælisdressið sjálfsást, líkamsvirðing, ég að vera ég sjálf án þess að afsaka mig. Að teygja fyrir sýningu og að setja á mig varalit,“ skrifaði hún með myndinni.

https://www.instagram.com/p/B1y0WsJl-gw/

E! News spurði Bebe út í myndina sem vakti vægast sagt mikla athygli. Rúmlega 1,7 milljón manns líkuðu við myndina á Instagram og skrifuðu rúmlega 36 þúsund manns við hana.

„Ég sver það, ég planaði ekki þessa mynd,“ segir Bebe um myndina. Hún segist hafa verið að gera sig tilbúna fyrir tónleika þegar hárgreiðslukona hennar gekk inn í herbergið og tók myndina. Bebe man eftir að hafa hugsað. „Vá ég lít vel út og ég veit ekki hvort ég myndi einhvern tíma líta aftur svona vel út og mér líður vel með mig sjálfa. Þannig ég ætla að deila henni.“

Þrátt fyrir alla ástina og stuðninginn sem Bebe fékk eftir að hafa deilt myndinni þá var einn maður í lífi hennar sem samþykkti ekki myndina.

„Ég er fullorðin kona. En pabbi minn var alveg „Guð minn góður. Vinsamlegast taktu myndina út núna.“ Og ég var alveg: „Neibb. Það mun ekki gerast,““ segir Bebe Rexha.

Bebe viðurkennir að hún hefur ekki alltaf verið svona örugg í sínu eigin skinni en það breyttist allt þegar hún byrjaði að æfa sjálfsást.

„Það er mjög mikilvægt að segja fallega hluti við þig sjálfa. Ég byrjaði á því að segja fallega hluti um mig sjálfa og tók mér eins og ég er,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

„Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.