fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Bleikt

Sandra fékk taugaáfall 19 ára: „Ég vildi bara deyja, ég gat þetta ekki lengur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 12:30

Sandra Ósk Guðlaugsdóttir var lögð inn á sjúkrahús í kjölfar taugaáfalls.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég mun aldrei gleyma þessum degi. Heimurinn hrundi þann 17. nóvember árið 2017. Ég spyr mig svo oft: „Af hverju ég?“ Og enn þá í dag græt ég mig stundum í svefn,“ segir Sandra Ósk Guðlaugsdóttir.

Sandra Ósk er 21 árs og býr rétt fyrir utan Akureyri með kærasta sínum. Hún segir frá því í einlægri færslu á Uglur.is þegar hún fékk taugaáfall og var lögð inn á spítala í kjölfarið.

„Þann 17. nóvember 2017 fékk ég taugaáfall,“ segir Sandra Ósk. Hún var í bíl á leið til Reykjavíkur frá Akureyri.

„Ég missti andann í smá stund og varð hálf ringluð, og að sjálfsögðu skíthrædd. Ég áttaði mig ekkert á því hvað væri að gerast. Ég hélt að ég væri að fara að deyja í bílnum á leiðinni suður. Ég þagði alla bílferðina, sagði ekkert og lét engan vita af þessu fyrr en daginn eftir. Ég hélt að þetta myndi bara koma fyrir einu sinni og allt yrði síðan í himnalagi.“

En raunin var önnur

„Þegar ég vaknaði daginn eftir leið mér ágætlega. Ég borðaði morgunmat og fór svo í Smáralindina. Þar fékk ég annað kast. Ég ákvað að segja frá því og mamma sagði strax við mig að þetta væri ofsakvíði, ekkert annað en það,“ segir Sandra Ósk.

Henni leið betur að vita orsök vanlíðanarinnar og dagurinn hélt áfram.

„Við fórum í Kringluna að borða. Ég átti mjög erfitt með að borða og hafði enga matarlyst, ég var alltaf að detta inn og út. Mikill hávaði og mikið af fólki, ég var mjög ringluð og leið svakalega illa. Ég get ekki ímyndað mér að lenda í þessum aðstæðum aftur. Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Ósk.

Um kvöldið lá hún upp í rúmi og reyndi að halda aftur tárunum. „Ég gat ekkert verið með fjölskyldu minni þetta kvöld, ég lá alveg frá og vildi bara deyja. Ég gat þetta ekki lengur, þetta var svo vont og ég var mjög hrædd,“ segir Sandra Ósk.

Sandra Ósk.

Lögð inn á sjúkrahús

Þegar fjölskyldan fór aftur til Akureyrar daginn eftir skánaði ekki líðan Söndru Óskar.

Hún ákvað að mæta til vinnu. „Ég var varla mætt þegar ég lokaði mig inni á klósetti, hágrét og of andaði. Ég fór heim til mömmu sem þurfti að taka sér frí frá vinnu,“ segir Sandra Ósk.

„Um nóttina vaknaði ég með svo mikinn svima að allt hringsnerist og ég bara kúgaðist og kúgaðist. Mamma fór með mig niður á spítala og þar fékk ég næringu í æði því ég hafði ekkert borðað undanfarna þrjá eða fjóra daga.“

Leið vel þar

„Mér fannst ég svo örugg á sjúkrahúsinu að mig langaði eiginlega ekkert heim,“ segir Sandra Ósk.

„Ég fór í alls konar próf og síðan kom geðlæknir inn á stofu til mín. Ég skildi nú lítið hvað hann væri að gera þarna. Hann sagði við mig að ég væri með ofsakvíða og hafi fengið taugaáfall. Já, nítján ára ég fékk taugaáfall.“

Var hjá sálfræðingi

Sandra Ósk segir að hún hafi áður verið hjá sálfræðingi en hafi haldið því leyndu því hún skammaðist sín fyrir það.

„Ég útskrifaðist frá sálfræðingnum í maí 2017 og leið ágætlega. En stuttu eftir það fór allt í klessu og ég gerði ekkert í því. Ég tók ekki inn lyfin mín og fékk enga hjálp, mér fannst ég ekki þurfa þess. En það var rangt,“ segir Sandra Ósk.

Eftir taugaáfallið í nóvember 2017 fékk Sandra tíma hjá lækni á göngudeild geðdeildar á Akureyri. Hún byrjaði á lyfjum sem hentuðu henni og hún er enn á þeim í dag.

„Ég á yndislega fjölskyldu sem hefur staðið við bakið á mér allan þennan tíma. Ég á enn þá langt í land en þetta kemur allt hægt og rólega. Ég fer enn til geðlæknis og það er bara geggjað! Ég skil ekkert í mér að hafa skammast mín fyrir þetta. Það er nákvæmlega ekkert að þessu,“ segir Sandra Ósk.

Hún segir að með því að stíga fram er hún ekki að reyna að kalla eftir athygli heldur opna augun hjá fólki og segja frá hversu mikilvæg hjálpin er. „Ég væri ekki hér í dag ef ég hefði ekki tekið við hjálpinni sem ég nauðsynlega þurfti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner fáklædd í Playboy – „Þú getur verið kynþokkafull og frábær móðir á sama tíma.“

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner fáklædd í Playboy – „Þú getur verið kynþokkafull og frábær móðir á sama tíma.“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.