fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
Bleikt

Fegrunaraðgerðir Love Island-stjarna – Sjáðu fyrir og eftir myndirnar

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 23:00

Megan Barton-Hanson hefur farið í þó nokkrar aðgerðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikaþátturinn Love Island nýtur gífurlega vinsælda.  Í þáttunum byrja 26 þátttakendur og tilgangur þáttarins er að fólk pari sig saman, annars á það í hættu að vera sent heim.

Love Island voru upphaflega breskir þættir en hafa önnur lönd endurgert þættina. Nú stendur yfir Love Island USA og er fólk um allan heim að fylgjast með.

Þátttakendur Love Island eru þekktir fyrir útlit sitt, karlmennirnir eru stæltir og skornir. Konurnar eru með þrýstnar og stórar varir, og oftast brjóst og rass í stíl.

Ein kona steig nýlega fram og sagðist hafa farið í fegrunaraðgerð eftir að hafa horft á Love Island.

En Love Island-stjörnurnar fæddust ekki svona, heldur hafa þær gengist undir ýmsar fegrunaraðgerðir. Hér að neðan má sjá fyrir og eftir myndir af nokkrum Love Island-stjörnum sem hafa gengist undir hnífinn, Mirror tók saman.

Amy Hart

Amy fyrir aðgerð.

Amy fékk lánaðan pening frá ömmu sinni og afa til að fara í brjóstastækkun fyrir 21 árs afmæli sitt.

„Ég hef alltaf viljað fara í brjóstastækkun. Ég ólst upp á tíma Katie Price. Ég hataði hvernig ég leit út í fötum,“ segir Amy við Mirror. Hún fór úr 34A í DD.

Amy eftir aðgerð.

Hún hefur einnig fengið sér hárlengingar og látið smíða nýjar tennur í sig þegar hún var 17 ára sem kostuðu hana um tvær og hálfa milljón.

Laura Anderson

Laura fyrir.
Laura eftir.

Laura fór í brjóstastækkun þegar hún var nítján ára og er núna í 32E.

Hún hefur einnig fengið sér bótox.

Ellie Brown

Ellie fyrir.
Ellie eftir.

Áður en hún tók þátt í Love Island í fyrra bað hún lýtalækni um að „hjálpa sér að líta sem best út,“ samkvæmt Dr Tion Esho, sem framkvæmdi aðgerðirnar.

Læknir Ellie hefur rætt opinberlega um aðgerðir hennar.

Hún fór í nefaðgerð og fékk fyllingar í varirnar og kinnbeinin.

Maura Higgins

Maura fyrir.
Maura eftir.

Samkvæmt Mirror heldur Maura því fram að hún hafi grennst þegar hún fylgdi sex vikna æfingarprógrammi, en mörgum grunaði að hún hafi fengið rassapúða.

Móðir Mauru neitar fyrir það að dóttir sín hefur lagst undir hnífinn. „Hún er 28 ára. Hún hefur þroskast. Hún hefur aldrei farið í fegrunaraðgerð. Eina sem hún hefur gert, og hún hefur aldrei reynt að fela það, var að fá sér smá varafyllingar. Því hún var með frekar þunnar varir,“ segir hún.

Megan Barton-Hanson

Megan fyrir.
Megan eftir.

Megan fór í brjóstastækkun og nefaðgerð þegar hún var 19 ára í þeirri von að hún myndi fá meira sjálfsöryggi.

Hún er einnig talin hafa fengið sér fyllingar í varir og kinnbein og bótox, farið í höku- og kjálkaaðgerð og rassalyftingu.

Olivia Attwood

Olivia fyrir.
Olivia eftir.

Olivia fór í brjóstastækkun þegar hún var nítján ára og hefur síðan þá fengið sér margoft fyllingar í varir og andlit ásamt bótoxi. Hún hefur viðurkennt að hennar markmið er að vera með andlit sem „hreyfist ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?

Konur prófa nýja aðhaldsfatnaðinn frá Kim Kardashian – Sérðu einhvern mun?
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?

Getur fingurlengd fólks gefið vísbendingar um hversu líklegt það sé til að halda framhjá maka sínum?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner fáklædd í Playboy – „Þú getur verið kynþokkafull og frábær móðir á sama tíma.“

Sjáðu myndirnar: Kylie Jenner fáklædd í Playboy – „Þú getur verið kynþokkafull og frábær móðir á sama tíma.“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt

Von á barni hjá Margréti og Tómasi – Sambandið munúðarfullt og stabílt
Bleikt
Fyrir 1 viku

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina

Svona hugsar Sunneva Einars um húðina
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Ný rannsókn – Konur eiga að sinna meirihluta húsverkanna ef sambandið á að dafna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.